Fótbolti

Upp­selt á leik Slóvakíu og Ís­lands

Aron Guðmundsson skrifar
Alfreð Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu
Alfreð Finnbogason í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Hulda Margrét

Um 20 þúsund Slóvakar munu fylla Tehelné pole, heimavöll slóvakíska landsliðsins, annað kvöld þegar að Slóvakía og Ísland munu eigast við í undankeppni EM í fótbolta. Uppselt er á leikinn. 

Þetta staðfestir fjölmiðlafulltrúi slóvakíska knattspyrnusambandsins í samtali við Vísi en um afar mikilvægan leik er að ræða fyrir heimamenn sem geta með jafntefli eða sigri tryggt sér farseðilinn á EM næsta árs í Þýskalandi.

Slóvakarnir munu án efa vilja tryggja EM sætið á heimavelli á morgun í stað þess að þurfa reyna það í  Bosníu & Herzegóvínu í lokaumferð riðilsins.

Að sama skapi eru möguleikar íslenska landsliðsins á sæti á EM í gegnum þennan J-riðil undankeppninnar enn til staðar. 

Liðið mun þó þurfa að vinna síðustu tvö leiki sína, gegn Slóvakíu og Portúgal, sem og treysta þá á að Slóvakía tapi einnig sínum leik gegn Bosníu í lokaumferðinni.  

Tehelné pole leikvangurinn, þar sem leikur Slóvakíu og Íslands fer fram annað kvöld er einkar glæsilegur. Ekki eru mörg ár síðan að völlurinn var tekinn í allsherjar yfirhalningu og því allt eins og best verður á kosið hér í Bratislava.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×