Erlent

Vilja gelda af­kom­endur flóðhesta Escobars

Samúel Karl Ólason skrifar
Flóðhestarnir fjórir sem Escobar flutti til Kólumbíu hafa fjölgað sér og eru þeir nú 169 talsins.
Flóðhestarnir fjórir sem Escobar flutti til Kólumbíu hafa fjölgað sér og eru þeir nú 169 talsins. AP/Fernando Vergara

Yfirvöld í Kólumbíu eru byrjuð að gelda flóðhesta, sem eru afkomendur dýra sem fíkniefnabarónninn Pablo Escobar flutti til landsins á árum áður. Vonast er til þess að hægt verði að gelda um fjörutíu flóðhesta á ári.

Þegar Escobar var á hátindi lífs síns á níunda áratug síðustu aldar og óð í seðlum keypti hann margvíslega muni og dýr. Þeirra á meðal voru fjórir flóðhestar sem hann lét flytja til landsins, eitt karldýr og þrjár kýr.

Þegar Escobar var skotinn til bana árið 1993 sluppu flóðhestarnir fjórir úr haldi og er óhætt að segja að þeir hafi blómstrað í Magdalena-héraði.

Núna er talið að flóðhestarnir séu orðnir 169 talsins og er óttast að án aðgerða verði þeir þúsund árið 2035., samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.

Ráðamenn í Kólumbíu hafa um árabil velt fyrir sér hvað hægt sé að gera við dýrin, þar sem flóðhestar eru frá Afríku hafa raskað lífríkin á svæðinu þar sem þeir halda til í Kólumbíu.

Sjá einnig: Flóðhestar Escobars valda usla í Kólumbíu

Búið er að gelda eitt karldýr og tvær kýr. Eins og áður segir er vonast til þess að hægt verði að gelda fjörutíu flóðhesta á ári. Einhver dýr eiga að vera flutt til annarra ríkja og slátra á öðrum.

Það tekur þó tím að gelda flóðhest þar sem dýrin geta orðið allt að þrjú tonn að þyngd og geta verið mjög stygg.

Þá hefur mikil rigning gert sérfræðingum erfitt að fanga flóðhestana, þar sem gróður er mikill og þeir hafa næga fæðu. Því hefur reynst erfitt að fanga þá í gildrur.

Hér að neðan má sjá sjónvarpsfrétt frá 2020 um flóðhestana.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×