Innlent

Reykræstu á Land­spítalanum en fundu engan eld

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Eldurinn kom upp í loftstokkarými undir gangi í kjallara spítalans.
Eldurinn kom upp í loftstokkarými undir gangi í kjallara spítalans. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið störfum á Landspítalanum við Hringbraut. Reykræst var í loftstokkarými undir gangi í kjallara hússins, en enginn eldur fannst. 

Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðinu í samtali við fréttastofu. Reykkafarar á vettvangi hafi leitað eldsupptaka í rýminu en ekkert fundið.

„Það var bara reykræst og enginn eldur sem var til staðar,“ segir hann og bætir við að grunur sé um að eitthvað í rýminu hafi brunnið yfir. Það liggi þó ekki fyrir. Slökkvilið hefur nú lokið störfum á vettvangi.

„Það var reykræst, kerfið endurstillt og málinu reddað.“

Fréttin var uppfærð klukkan 23:32.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×