Innlent

Þrjár varaaflstöðvar til­búnar á Kefla­víkur­flug­velli

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Reiknað er með óbreyttri flugáætlun á Keflavíkurflugvelli.
Reiknað er með óbreyttri flugáætlun á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm

Þrjár varaaflsstöðvar eru til taks fyrir Keflavíkurflugvöll ef rafmagn fer af svæðinu vegna mögulegs eldgoss. Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia segir neyðarstjórn Isavia fylgjast vel með þróun mála vegna jarðhræringanna á Reykjanesi.

Tvær flugvélar eru væntanlegar til landsins rétt fyrir klukkan tvö í nótt og eins og staðan sé núna er starfsemi á flugvellinum í fullum gangi og óbreytt. 

Verði eldgos þá verður afmarkaður 220 km hringur utan um eldstöðina sem er lokaður fyrir allri flugumferð þangað til að öskuspá verður gefin út af Veðurstofu. Það tekur innan við klukkustund að gefa spána út og eftir það taka flugfélög ákvarðanir um sínar áætlanir. 

Guðjón segir þrjár varaaflsstöðvar vera á flugvellinum og hafa varaaflstöðvar áður verið notaðar í rafmagnsleysi á vellinum. Allar eru þær dísilknúnar. Ef vatn mun ekki berast með einhverjum hætti vegna eldsumbrota þá eru leiðir til að bregðast við því og er unnið að útfærslu þess samkvæmt áætlunum.


Tengdar fréttir

Stærri kvikukangur en í síðustu eldgosum og mikil kvika

Veðurstofa hefur upplýst að ekki sé hægt að útiloka að kvikugangur nái til Grindavíkur og geti opnast. Að sögn sviðsstjóra almannavarna er um stærri kvikugang að ræða en sást í síðustu eldgosum á Reykjanesskaga og er mikil kvika undir jörðinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×