Fótbolti

Önnur breyting á lands­liðs­hóp Ís­lands: Mikael inn fyrir Mikael

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikael Egill kemur inn í A-landsliðshópinn að nýju.
Mikael Egill kemur inn í A-landsliðshópinn að nýju. Alex Nicodim/Getty Images

Mikael Egill Ellertsson, leikmaður Venezia í Serie B á Ítalíu, hefur verið kallaður inn í A-landsliðshóp Íslands fyrir leikina gegn Slóvakíu og Portúgal þar sem Mikael Neville Anderson hefur þurft að draga sig úr hópnum.

Fyrr í dag var greint frá því að Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Lyngby, gæti ekki gefið kost á sér í komandi leiki vegna meiðsla. Í hans stað kemur samherji hans hjá Lyngby í Danmörku, framherjinn Andri Lucas Guðjohnsen, inn í hópinn en hann var upprunalega í U-21 árs landsliðshóp Íslands.

Nú hefur verið greint frá því að Mikael Anderson, leikmaður AGF í Danmörku, hafi einnig þurft að draga sig úr hópnum. Í hans stað kemur nafni hans Mikael Egill sem var líkt og Andri Lucas í hóp U-21 árs landsliðsins. Mikael Egill á að baki 13 A-landsleiki og hefur skorað í þeim eitt mark.

Ísland mætir Slóvakíu þann 16. nóvember og Portúgal þremur dögum síðar. Báðir leikirnir fara fram á útivelli og um er að ræða síðustu tvo leiki Íslands í undankeppninni fyrir EM 2024.

Portúgal er í 1. sæti með fullt hús stiga, Slóvakía kemur þar á eftir með 16 stig á meðan Ísland er í 4. sæti með 10 stig.


Tengdar fréttir

Bindur vonir við að Aron fari að spila reglu­lega á nýju ári

Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag eftir að landsliðshópur Íslands fyrir lokaleiki liðsins í undankeppni EM var opinberaður. Þar tjáði hans sig meðal annars um stöðuna á landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×