Ása krefur FBI um bætur eftir leit á heimilinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 16:03 Ása hefur farið fram á að bandaríska alríkislögreglan bæti henni það tjón sem varð við húsleit á heimili hennar í sumar. Vísir/Getty Ása Guðbjörg Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur stefnt bandarísku alríkislögreglunni og krafist bóta vegna tjóns sem varð á heimili Ásu í sumar. Tjónið hlaust þegar alríkislögreglan, FBI, gerði tólf daga húsleit í tengslum við rannsóknina á Heuermann. Frá þessu greinir í frétt Daily Mail en Vísir hefur áður fjallað um húsleitina og það tjón sem Ása varð fyrir við hana. Ása sagði í samtali við New York Post í ágúst að skemmdirnar á heimili hennar væru svo miklar að varla væri hægt að búa á heimilinu. Lögreglan hafi rústað heimilinu í eit sinni að sönnunargögnum og sagði hún skemmdirnar svo miklar að hún ætti ekki einu sinni rúm til að sofa í. Grunaður um fleiri morð Fram kemur í frétt Daily Mail að Ása hafi í gær heimsótt Heuermann í fyrsta sinn í fangelsi, þar sem hann hefur dúsað frá handtöku 13. júlí síðastliðinn. Ása fór fram á skilnað sex dögum eftir að Heuermann var ákærður fyrir morðið á þremur kynlífsverkakonum. Líkamleifar kvennanna þriggja fundust við umfangsmikla leit á Gilgo ströndinni á Long Island á árunum 2010 og 2011. Alls fundust líkamsleifar ellefu manna. Konurnar þrjár sem búið er að ákæra Heuermann fyrir að myrða hétu Megan Waterman, sem var 22 ára, Melissa Barthelemy, sem var 24 ára, og Amber Lynn Costello, 27 ára. Þá er hann grunaður um að hafa myrt hina 25 ára gömlu Maureen Brainard-Barnes. Auk þess hefur Rodney K. Harrison, lögreglustjórinn í Suffolk, bætt tveimur rannsakendum við teymið sem rannsakar morð Valerie Mack og Karen Vergata. Heuermann er efstur á lista grunaðra í því máli. Hrædd um að Ása missi sjúkratryggingu Eins og Vísir hefur greint frá glímir Ása bæði við krabbamein í húð og brjósti. Haft er eftir Robert Macedonio, lögfræðingi Ásu, í frétt Daily Mail, að vegna skilnaðarins gæti Ása mist sjúkratrygginguna, sem hún þarf til að niðurgreiða krabbameinsmeðferðina. Tryggin hafi verið hluti af starfssamningi Heuermann og gangi skilnaðurinn í gegn muni hún líklega missa trygginguna. Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Íslendingar erlendis Erlend sakamál Tengdar fréttir „Hann er ekki sekur“ Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur. 28. september 2023 11:03 Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34 Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Frá þessu greinir í frétt Daily Mail en Vísir hefur áður fjallað um húsleitina og það tjón sem Ása varð fyrir við hana. Ása sagði í samtali við New York Post í ágúst að skemmdirnar á heimili hennar væru svo miklar að varla væri hægt að búa á heimilinu. Lögreglan hafi rústað heimilinu í eit sinni að sönnunargögnum og sagði hún skemmdirnar svo miklar að hún ætti ekki einu sinni rúm til að sofa í. Grunaður um fleiri morð Fram kemur í frétt Daily Mail að Ása hafi í gær heimsótt Heuermann í fyrsta sinn í fangelsi, þar sem hann hefur dúsað frá handtöku 13. júlí síðastliðinn. Ása fór fram á skilnað sex dögum eftir að Heuermann var ákærður fyrir morðið á þremur kynlífsverkakonum. Líkamleifar kvennanna þriggja fundust við umfangsmikla leit á Gilgo ströndinni á Long Island á árunum 2010 og 2011. Alls fundust líkamsleifar ellefu manna. Konurnar þrjár sem búið er að ákæra Heuermann fyrir að myrða hétu Megan Waterman, sem var 22 ára, Melissa Barthelemy, sem var 24 ára, og Amber Lynn Costello, 27 ára. Þá er hann grunaður um að hafa myrt hina 25 ára gömlu Maureen Brainard-Barnes. Auk þess hefur Rodney K. Harrison, lögreglustjórinn í Suffolk, bætt tveimur rannsakendum við teymið sem rannsakar morð Valerie Mack og Karen Vergata. Heuermann er efstur á lista grunaðra í því máli. Hrædd um að Ása missi sjúkratryggingu Eins og Vísir hefur greint frá glímir Ása bæði við krabbamein í húð og brjósti. Haft er eftir Robert Macedonio, lögfræðingi Ásu, í frétt Daily Mail, að vegna skilnaðarins gæti Ása mist sjúkratrygginguna, sem hún þarf til að niðurgreiða krabbameinsmeðferðina. Tryggin hafi verið hluti af starfssamningi Heuermann og gangi skilnaðurinn í gegn muni hún líklega missa trygginguna.
Gilgo Beach-raðmorðinginn Bandaríkin Íslendingar erlendis Erlend sakamál Tengdar fréttir „Hann er ekki sekur“ Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur. 28. september 2023 11:03 Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34 Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
„Hann er ekki sekur“ Rex Heuermann, sem grunaður er um Gilgo Beach-morðin svokölluðu, mætti fyrir dómara í New York í gær. Um var að ræða undirbúning fyrir komandi réttarhöld yfir honum, þar sem hann er sakaður um að hafa myrt minnst þrjár konur. 28. september 2023 11:03
Ása opnar sig um lífið eftir handtökuna Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, segir dagana eftir handtöku Heuermann hafa verið ólýsanlega. Hún hafi ekki vitað hvar hún væri. Ása þakkar almenningi fyrir veittan stuðning. 9. september 2023 17:34
Kettir Ásu fjarlægðir og komið fyrir í „dauðaathvarfi“ Lögreglan í New York-ríki Bandaríkjanna tók tvo ketti Ásu Ellerup, eiginkonu Rex Heuermann, og kom þeim fyrir á dýraathverfi þar sem dýrin eru drepin finni þau ekki nýjan eiganda. Heuermann er grunaður raðmorðingi, en það var í húsleit lögreglu á heimili hans og Ásu þar sem kettirnir voru fjarlægðir. 28. ágúst 2023 17:31