Fótbolti

Gylfi dregur sig út úr lands­liðs­hópnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur á Laugardalsvöll með landsliðinu í síðasta mánuði í fyrsta sinn í þrjú ár.
Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur á Laugardalsvöll með landsliðinu í síðasta mánuði í fyrsta sinn í þrjú ár. VÍSIR/HULDA MARGRÉT

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð fyrir áfalli í dag þegar það kom í ljós að Gylfi Þór Sigurðsson getur ekki tekið þátt í verkefni liðsins í þessum mánuði.

Íslenska liðið mætir Slóvakíu og Portúgal á útivelli í lokaleikjum sínum í undankeppni EM 2024.

Gylfi er meiddur og verður ekki með í leikjunum. Í hans stað kemur Andri Lucas Guðjohnsen. Þeir eru liðsfélagar hjá danska félaginu Lyngby.

Gylfi átti frábæra endurkomu í íslenska landsliðið í síðasta verkefni og bætti markamet landsliðsins með því að skora tvö mörk á móti Liechtenstein.

Þetta er ekki eina breytingin á hópnum. Mikael Neville Anderson er einnig meiddur og í hans stað kemur Mikael Egill Ellertsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×