Helgi segir „woke-æði“ ráða því að séra Friðriki er steypt af stalli Jakob Bjarnar skrifar 10. nóvember 2023 14:06 Helgi Áss er þeirrar skoðunar að borgarráð sé á vafasömu róli með að vilja fjarlægja styttuna á altari ósannaðra ásakana. vísir/vilhelm Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, geldur varhug við því að styttan af séra Friðriki Friðrikssyni verði fjarlægð. Helgi Áss ritar grein á Vísi þar sem hann fer yfir málið en eins og lesendur Vísis þekkja mæta vel hefur bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um sr. Friðrik Friðriksson, hinn fyrrum dáða og elskaða æskulýðsfrömuð, orðið til að svipta manninn helgi sinni. Guðmundur upplýsti að á ritunartíma bókarinnar hafi maður nokkur á sjötugsaldri sett sig í samband við sig og sagt honum að Séra Friðrik hafi leitað á sig með ósæmilegum hætti. Þetta fékk svo á Guðmund að hann var að hugsa um að leggja verkið frá sér, en sagði svo að sannleikurinn yrði að fá fram að ganga. Séra Friðrik kom að stofnum KFUM og KFUK, Knattspyrnufélagsins Vals og sumarbúðanna í Vatnaskógi og var yfir nírætt þegar hann lést árið 1961. Eins og Helgi Áss bendir á í grein sinni var þótti ástæða til að reisa af honum styttu en hún var afhjúpuð árið 1955. Borgarráð á villigötum Í greininni bendir Helgi á að ásakanirnar á hendur séra Friðriki séu nafnlausar og órannsakaðar. Engar sannanir eru fyrirliggjandi. Viðbrögð borgarráðs í gær voru hins vegar þau að samþykkja eftirfarandi tillögu: „Töluverð umræða hefur skapast um styttuna séra Friðrik og drengurinn í kjölfar útkomu bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans og tengdrar fjölmiðlaumræðu. Fyrir borgarráði liggur einnig tillaga Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa um að fjarlægja beri styttuna. Lagt er til að borgarráð samþykkti að leita umsagnar KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort taka eigi minnismerki um sr. Friðrik Friðriksson, sem er á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu, af stalli í ljósi ásakana sem fram hafa komið um að sr. Friðrik hafi beitt drengi kynferðislegu áreiti eða ofbeldi.“ Hvaða stytta fellur næst? Helgi er þeirrar skoðunar að með því að samþykkja þessa tillögu fallist borgarráð á að ásakanir, studdar takmörkuðum sönnunargögnum, dugi til að hefja ferli sem kann að leiða til þess að stytta sé fjarlægð eða færð til í borgarlandinu. Og Helgi veltir því fyrir sér hvaða stytta verði næst fyrir barðinu á því sem hann kallar „woke-æði“. „Í þessu samhengi er ástæða til að minna á að fyrir nokkrum árum var „woke-æðið“ út í heimi komið á slíkt stig að háværar kröfur voru uppi um að stytta af Winston Churchill, forsætisráðherra Breta á meðan seinni heimsstyrjöldinni stóð, yrði fjarlægð úr miðborg London,“ skrifar Helgi Áss og telur þessa þróun varhugaverða. Mál séra Friðriks Friðrikssonar Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Helgi Áss ritar grein á Vísi þar sem hann fer yfir málið en eins og lesendur Vísis þekkja mæta vel hefur bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um sr. Friðrik Friðriksson, hinn fyrrum dáða og elskaða æskulýðsfrömuð, orðið til að svipta manninn helgi sinni. Guðmundur upplýsti að á ritunartíma bókarinnar hafi maður nokkur á sjötugsaldri sett sig í samband við sig og sagt honum að Séra Friðrik hafi leitað á sig með ósæmilegum hætti. Þetta fékk svo á Guðmund að hann var að hugsa um að leggja verkið frá sér, en sagði svo að sannleikurinn yrði að fá fram að ganga. Séra Friðrik kom að stofnum KFUM og KFUK, Knattspyrnufélagsins Vals og sumarbúðanna í Vatnaskógi og var yfir nírætt þegar hann lést árið 1961. Eins og Helgi Áss bendir á í grein sinni var þótti ástæða til að reisa af honum styttu en hún var afhjúpuð árið 1955. Borgarráð á villigötum Í greininni bendir Helgi á að ásakanirnar á hendur séra Friðriki séu nafnlausar og órannsakaðar. Engar sannanir eru fyrirliggjandi. Viðbrögð borgarráðs í gær voru hins vegar þau að samþykkja eftirfarandi tillögu: „Töluverð umræða hefur skapast um styttuna séra Friðrik og drengurinn í kjölfar útkomu bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans og tengdrar fjölmiðlaumræðu. Fyrir borgarráði liggur einnig tillaga Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa um að fjarlægja beri styttuna. Lagt er til að borgarráð samþykkti að leita umsagnar KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort taka eigi minnismerki um sr. Friðrik Friðriksson, sem er á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu, af stalli í ljósi ásakana sem fram hafa komið um að sr. Friðrik hafi beitt drengi kynferðislegu áreiti eða ofbeldi.“ Hvaða stytta fellur næst? Helgi er þeirrar skoðunar að með því að samþykkja þessa tillögu fallist borgarráð á að ásakanir, studdar takmörkuðum sönnunargögnum, dugi til að hefja ferli sem kann að leiða til þess að stytta sé fjarlægð eða færð til í borgarlandinu. Og Helgi veltir því fyrir sér hvaða stytta verði næst fyrir barðinu á því sem hann kallar „woke-æði“. „Í þessu samhengi er ástæða til að minna á að fyrir nokkrum árum var „woke-æðið“ út í heimi komið á slíkt stig að háværar kröfur voru uppi um að stytta af Winston Churchill, forsætisráðherra Breta á meðan seinni heimsstyrjöldinni stóð, yrði fjarlægð úr miðborg London,“ skrifar Helgi Áss og telur þessa þróun varhugaverða.
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Borgarstjórn Styttur og útilistaverk Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Samstaða í borgarráði um örlög styttunnar Borgarráð samþykkti í morgun tillögu um að leitað verði umsagna KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort fjarlægja eigi styttuna af séra Friðriki sem stendur á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu. 9. nóvember 2023 12:01
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent