Erlent

Tekur við for­mennsku Venstre

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Troels Lund Poulsen tekur við formennsku Venstre-manna.
Troels Lund Poulsen tekur við formennsku Venstre-manna. Facebook/Troels Lund Poulsen

Troels Lund Poulsen tekur við formennsku Venstre-flokksins í Danmörku af Jakob Ellemann-Jensen. Það bauð sig enginn annar fram og því var hann sjálfkjörinn.

„Ég fer nú til Herning fullmeðvitaður um að þar bíður mín mikil ábyrgð og stórt verkefni,“ segir Troels Lund Poulsen í færslu á Facebook-síðu sinni frá því í morgun. Landsþing Venstre-manna verður haldið í Herning á Jótlandi seinna í mánuðinum.

Hann verður opinberlega vígður formaður á landsþinginu og hann segist tilhugsunina „bæði gleðja og auðmýkja sig.“

Staðan ekki frábær

Troels tjáir sig frekar um tilvonandi embætti sitt í færslunni og þar segir hann einnig að það væri ekki allt upp á sitt besta hjá Venstre-mönnum.

„Eins og er er Venstre ekki í þeirri stöðu sem við myndum vilja. Það ætlum við að laga og það mun taka tíma - og mikla vinnu. Og við ætlum að gera það saman sem lið,“ skrifar Troels.

Á landsþinginu í næstu viku mun einnig vera kjörinn varaformaður. Núverandi varaformaður Stephanie Lose hyggist halda embætti en hún er með mótframboð. Venstre-menn hafa verið formannslausir síðan Jakob Ellemann-Jensen sagði sig úr flokknum og dönskum stjórnmálum þann 23. október síðastliðinn.


Tengdar fréttir

Býður sig fram til formanns í Ven­stre

Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, hefur tilkynnt að hann bjóði sig fram til formennsku í Venstre. Hann segir að hann og varaformaðurinn Stephanie Lose geti saman myndað sterka forystu í flokknum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×