Fleiri horfðu á Glódísi Perlu og félaga en á NFL leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 11:01 Glódís Perla Viggosdóttir og enska landsliðskonan Georgia Stanway fagna saman sigri Bayern München á VfL Wolfsburg. Getty/Sebastian Widmann Tveir stórir leikir fóru fram á sunnudaginn í Þýskalandi og það kemur kannski einhverjum á óvart hvor þeirra fékk meira áhorf í þýsku sjónvarpi. Þjóðverjar tóku að sér að vera gestgjafar á stórleik Kansas City Chiefs og Miami Dolphins í NFL-deildinni en leikurinn fór fram í Frankfurt. Þarna mættust tvö af bestu liðum deildarinnar. Chiefs komst yfir í 21-0 í leiknum og vann hann að lokum 21-14. Leikurinn fór fram á besta tíma í Þýskalandi þótt að hann hafi verið snemma að bandarískum tíma. More people in Germany watched yesterday's Frauen Bundesliga match between @FCBfrauen and @VfL_Frauen (1.55 million) on ZDF than the NFL game in Frankfurt later the same day between Kansas City Chiefs and Miami Dolphins (1.34 million) on RTL. #FCBWOB pic.twitter.com/qPYSJQPCPJ— Asif Burhan (@AsifBurhan) November 6, 2023 Sama dag fór fram toppslagur Bayern München og Wolfsburg í þýsku kvennadeildinni sem var gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um titilinn. Bayern hefur unnið tvo af síðustu þremur titlum en Wolfsburg vann titilinn 2022 og svo fjögur ár í röð frá 2017 til 2020. Ekkert annað félag hefur unnið þýsku kvennadeildina undanfarin áratug. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í vörn Bayern sem vann leikinn 2-1. Linda Dallmann og Klara Buhl komu liðinu í 2-0 en Lena Oberdorf minnkaði muninn í seinni hálfleiknum. Niðurstöður á sjónvarpsáhorfi á leikina tvo eru komnar í hús og Asif Burhan á Forbes fékk að birta þær. Þar kom í ljós að fleiri horfðu á Glódísi Perlu og félaga en á NFL leikinn sem er vissulega mjög athyglisvert. Alls horfðu 1,55 milljónir á kvennaleikinn á ZDF stöðinni en á móti horfðu bara 1,34 milljónir á NFL-leikinn á RTL sjónvarpsstöðinni. Þetta er enn eitt dæmið um í hversu mikilli sókn kvennafótboltinn er í dag. Þýski boltinn NFL Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Sjá meira
Þjóðverjar tóku að sér að vera gestgjafar á stórleik Kansas City Chiefs og Miami Dolphins í NFL-deildinni en leikurinn fór fram í Frankfurt. Þarna mættust tvö af bestu liðum deildarinnar. Chiefs komst yfir í 21-0 í leiknum og vann hann að lokum 21-14. Leikurinn fór fram á besta tíma í Þýskalandi þótt að hann hafi verið snemma að bandarískum tíma. More people in Germany watched yesterday's Frauen Bundesliga match between @FCBfrauen and @VfL_Frauen (1.55 million) on ZDF than the NFL game in Frankfurt later the same day between Kansas City Chiefs and Miami Dolphins (1.34 million) on RTL. #FCBWOB pic.twitter.com/qPYSJQPCPJ— Asif Burhan (@AsifBurhan) November 6, 2023 Sama dag fór fram toppslagur Bayern München og Wolfsburg í þýsku kvennadeildinni sem var gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um titilinn. Bayern hefur unnið tvo af síðustu þremur titlum en Wolfsburg vann titilinn 2022 og svo fjögur ár í röð frá 2017 til 2020. Ekkert annað félag hefur unnið þýsku kvennadeildina undanfarin áratug. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í vörn Bayern sem vann leikinn 2-1. Linda Dallmann og Klara Buhl komu liðinu í 2-0 en Lena Oberdorf minnkaði muninn í seinni hálfleiknum. Niðurstöður á sjónvarpsáhorfi á leikina tvo eru komnar í hús og Asif Burhan á Forbes fékk að birta þær. Þar kom í ljós að fleiri horfðu á Glódísi Perlu og félaga en á NFL leikinn sem er vissulega mjög athyglisvert. Alls horfðu 1,55 milljónir á kvennaleikinn á ZDF stöðinni en á móti horfðu bara 1,34 milljónir á NFL-leikinn á RTL sjónvarpsstöðinni. Þetta er enn eitt dæmið um í hversu mikilli sókn kvennafótboltinn er í dag.
Þýski boltinn NFL Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Sjá meira