Erlent

Næstverðmætasta verk Picasso selt á upp­boði hjá Sotheby's

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Verkið var metið á 120 milljónir dollara.
Verkið var metið á 120 milljónir dollara. epa/Andy Rain

„Femme a la Montre“ eða „Kona með úr“, listaverk eftir Pablo Picasso frá 1932, seldist á uppboði á dögunum á 139 milljónir dollara. Það jafngildir tæplega 20 milljörðum íslenskra króna.

Myndin er af Marie-Therese Walter, franskri fyrirsætu og ástkonu Picasso, sem var fyrirmynd margra málverka listamannsins. Þau kynntust þegar Walter var 17 ára og Picasso 45 ára en á þeim tíma var listamaðurinn en giftur úkraínsku ballerínunni Olgu Khokhlovu.

Verkið var áður í eigu listaverkasafnarans Emily Fisher Landau, sem keypti verkið árið 1968 en er látin. Ekki er vitað hver keypti verkið að þessu sinni.

Þetta er næst hæsta verðið sem greitt hefur verið fyrir verk eftir Picasso en „Les Femmes d'Alger“ eða „Konurnar frá Alsír“ seldist á 179,3 milljónir dollara árið 2015.

Picasso er talinn hafa skapað um 150.000 listaverk á ferlinum. Hann átti fjölda ástkvenna og fjögur börn og lést í Frakklandi árið 1973, 92 ára gamall.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×