Erlent

Laut í lægra haldi eftir kyn­lífsskan­dal

Jón Þór Stefánsson skrifar
Framboðsmynd Susönnu Gibson sem sóttist eftir sæti á fulltrúaþingi Virginíuríkis. Hún sagðist ekki ætla að láta þagga niður í sér vegna kynlífsmyndbanda. Hún hlaut þó ekki náð í augum kjósenda.
Framboðsmynd Susönnu Gibson sem sóttist eftir sæti á fulltrúaþingi Virginíuríkis. Hún sagðist ekki ætla að láta þagga niður í sér vegna kynlífsmyndbanda. Hún hlaut þó ekki náð í augum kjósenda. Skjáskot

Frambjóðandi Demókrataflokksins laut í lægra haldi í kosningum til fulltrúaþings Virginíuríkis sem fram fóru í gær, en þó með litlum atkvæðamun. Málið vekur sérstaka athygli vegna þess að kynlífsmyndbönd af frambjóðandanum og eiginmanni hennar hafa gengið manna á milli.

Minna en þúsund atkvæðum munaði á demókratanum Susönnu Gibsson og keppinaut hennar David Owen, hjá Repúblikanaflokknum.

Washington Post greindi frá kynlífsskandalnum snemma í september. Í umfjöllun miðilsins segir að Susanna og eignmaður hennar hafi streymt kynlífi sínu nokkuð reglulega á síðunni Chaturbate, en rúmlega tólf önnur myndbönd hafi verið að finna á öðrum klámsíðum.

Sérstaka athygli vakti að Gibson óskaði eftir þjórfé frá áhorfendum streymanna. Hún á að hafa sagt að tekjurnar myndu renna til góðs málefnis.

Eftir að kynlífsskandallinn komst í sviðsljósið sagði Gibson að um væri að ræða tilraun til að sverta mannorð sitt.

„Pólitískir andstæðingar mínir og bandamenn þeirra úr Repúblikanaflokknum hafa sýnt og sannað að þeir eru reiðubúnir til að fremja kynferðisglæp til þess að ráðast á mig og fjölskyldu mína,“ sagði hún.

David Owen, andstæðingur Gibson, vildi ekki tjá sig um málið í kjölfar uppljóstrunarinnar. En í aðdraganda kosninganna sem fram fóru í gær dreifðu aðilar á vegum Repúblikanaflokksins bæklingi sem innihélt klámfengnar myndir af Gibson og höfðu eftir henni kynferðisleg ummæli.

„Virginíuríki á betra skilið,“ sagði í bæklingnum.

Líkt og áður segir hafði David Owen betur gegn Gibson, en litlu munaði á þeim.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×