Íslenska karlalandsliðið leikur að öllum líkindum í umspili um sæti á Evrópumótinu 2024 í mars á næsta ári. Kvennalandsliðið gæti leikið í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í febrúar.
Vegna þessa telur stjórn KSÍ að landsliðin þurfi að spila á erlendri grundu. Frá þessu er greint á vef KSÍ. Í fundargerð sambandsins segir:
„Stjórn KSÍ harmar ákaflega þá stöðu sem íslensk knattspyrnu er í vegna aðstöðuleysis, þrátt fyrir alla þá vinnu sem hefur verið unnin undanfarin ár.“
Í fundargerðinni segir einnig að það sé „þungbær ákvörðun“ fyrir stjórn KSÍ að formlega óska eftir því að mögulegir heimaleikir A-landsliðanna verði færðir á erlenda grundu.