Fótbolti

Kristian Nökkvi byrjaði þegar Ajax vann loks leik

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristian Nökkvi og félagar eru komnir á sigurbraut.
Kristian Nökkvi og félagar eru komnir á sigurbraut. Twitter@AFCAjax

Kristian Nökkvi Hlynsson byrjaði þegar hollenska stórveldið Ajax vann loks leik í úrvalsdeildinni þar í landi. Fyrir leik kvöldsins hafði Ajax ekki unnið í síðustu 10 leikjum.

Ajax var komið á botn deildarinnar fyrir leik kvöldsins gegn Volendam. Það var því eðlilegt að heimaliðið mætti til leiks með lágt sjálfstraust og því var staðan markalaus í hálfleik. Það var hins vegar þegar tæp klukkustund var liðin að ísinn brotnaði.

Það var Steven Bergwijn sem braut ísinn eftir undirbúning Brian Brobbey. Á 85. mínútu var Kristian Nökkvi tekinn af velli og fjórum mínútum síðar tryggði Chuba Akpom sigurinn eftir sendingu Steven Berghuis.

Lokatölur 2-0 og Ajax lyftir sér upp úr fallsæti. Liðið er nú með átta stig að loknum 9 leikjum. Volendam er í 17. sæti með sjö stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×