Fótbolti

Mikael skoraði og lagði upp í öruggum bikar­sigri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mikael við það að gulltryggja sigurinn endanlega.
Mikael við það að gulltryggja sigurinn endanlega. AGF

AGF flaug örugglega inn í átta liða úrslit dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu með 4-0 útisigri á Ishöj. Mikael Neville Anderson skoraði eitt og lagði upp annað.

Mikael var í byrjunarliði AGF sem stillti upp nánast sínu sterkasti liði gegn Ishöj sem spilar í C-deildinni í Danmörku. Staðan var hins vegar markalaus í hálfleik en okkar maður Mikael nældi sér í gult spjald undir lok fyrri hálfleiks.

AGF skoraði strax í upphafi síðari hálfleiks og þá var aldrei spurning hvort liðið færi áfram. Það tók AGF þó dágóðan tíma að brjóta heimamenn endanlega á bak aftur. Á 72. mínútu tvöfölduðu gestirnir forystuna og mínútu síðar skoraði Mikael. Hann lagði svo upp fjórða markið á 89. mínútu.

AGF er komið í 8-liða úrslit líkt og Íslendingaliðin Lyngby, FC Kaupmannahöfn – sem eru ríkjandi bikarmeistarar – og Silkeborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×