Ari Freyr leggur skóna á hilluna og snýr sér að þjálfun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. nóvember 2023 19:02 Skórnir fara upp í hillu þegar tímabilinu lýkur þann 12. nóvember. IFK Norrköping Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir feril sem spannar nærri tvo áratugi. Hann mun nú snúa sér að þjálfun hjá IFK Norrköping í Svíþjóð, þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. Frá þessu er greint á vefsíðu IFK Norrköping í kvöld, fimmtudag. Þar segir að Ari Freyr muni taka við sem svokallaður „transitional“ þjálfari en sá á að hjálpa ungum leikmönnum að fóta sig í aðalliðinu. „Það er spennandi verkefni og auðveldaði ákvörðunina. Þetta er auðvitað leiðinlegt en spennandi á sama tíma. Ég hlakka til þess sem næstu ár munu bera í skauti sér,“ segir hinn 36 ára gamli Ari Freyr. Nära två decennier på elitnivå och en av Islands mest meriterade landslagsspelare någonsin. Ari Skúlason avslutar spelarkarriären och blir övergångstränare. Läs mer på https://t.co/F2iAbxNcHj. #ifknorrköping pic.twitter.com/vPt8qFdrKF— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 2, 2023 „Að spila fyrir framan stuðningsmennina, búningsklefans. Þau sem hafa aldrei spilað fótbolta eða aldrei verið í búningsklefa skilja ekki andrúmsloftið þar, það er einstakt,“ sagði Ari Freyr aðspurður hvers hann muni sakna mest. „Þetta snýst um að hjálpa þeim sem eru að taka skrefið upp í aðalliðið sem og þeim sem eru þar nú þegar er kemur að aukaæfingum. Snýst um að aðstoða þá innan vallar sem utan,“ sagði Ari Freyr um nýja starfið. Ari Freyr hefur spilað með IFK Norrköping síðan 2021 en hefur komið víða við á ferlinum. Hann samdi ungur að árum við Heerenveen í Hollandi. Kom síðan heim og spilaði með Val, uppeldisfélagi sínu, áður en hann gekk í raðir BK Häcken í Svíþjóð. Þaðan lá leiðin til GIF Sundsvall, OB í Danmörku og svo Belgíu þar sem hann spilaði með Lokeren og Oostende áður en hann fór til Norrköping. Þá spilaði hann 83 A-landsleiki og var stór hluti af gullaldarliði Íslands sem fór á EM í Frakklandi og HM í Rússlandi. Fótbolti Sænski boltinn Tímamót Landslið karla í fótbolta Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira
Frá þessu er greint á vefsíðu IFK Norrköping í kvöld, fimmtudag. Þar segir að Ari Freyr muni taka við sem svokallaður „transitional“ þjálfari en sá á að hjálpa ungum leikmönnum að fóta sig í aðalliðinu. „Það er spennandi verkefni og auðveldaði ákvörðunina. Þetta er auðvitað leiðinlegt en spennandi á sama tíma. Ég hlakka til þess sem næstu ár munu bera í skauti sér,“ segir hinn 36 ára gamli Ari Freyr. Nära två decennier på elitnivå och en av Islands mest meriterade landslagsspelare någonsin. Ari Skúlason avslutar spelarkarriären och blir övergångstränare. Läs mer på https://t.co/F2iAbxNcHj. #ifknorrköping pic.twitter.com/vPt8qFdrKF— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) November 2, 2023 „Að spila fyrir framan stuðningsmennina, búningsklefans. Þau sem hafa aldrei spilað fótbolta eða aldrei verið í búningsklefa skilja ekki andrúmsloftið þar, það er einstakt,“ sagði Ari Freyr aðspurður hvers hann muni sakna mest. „Þetta snýst um að hjálpa þeim sem eru að taka skrefið upp í aðalliðið sem og þeim sem eru þar nú þegar er kemur að aukaæfingum. Snýst um að aðstoða þá innan vallar sem utan,“ sagði Ari Freyr um nýja starfið. Ari Freyr hefur spilað með IFK Norrköping síðan 2021 en hefur komið víða við á ferlinum. Hann samdi ungur að árum við Heerenveen í Hollandi. Kom síðan heim og spilaði með Val, uppeldisfélagi sínu, áður en hann gekk í raðir BK Häcken í Svíþjóð. Þaðan lá leiðin til GIF Sundsvall, OB í Danmörku og svo Belgíu þar sem hann spilaði með Lokeren og Oostende áður en hann fór til Norrköping. Þá spilaði hann 83 A-landsleiki og var stór hluti af gullaldarliði Íslands sem fór á EM í Frakklandi og HM í Rússlandi.
Fótbolti Sænski boltinn Tímamót Landslið karla í fótbolta Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans Garnacho ekki í hóp Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjá meira