Lögregla gefur ekkert upp um þá handteknu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 2. nóvember 2023 18:47 Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir ekki tímabært að gefa upplýsingar um aðild þeirra sem handteknir voru í tengslum við skotárásina. Vísir/Arnar Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er. Íbúar fjölbýlishúss vöknuðu á fimmta tímanum í nótt við skothvelli við húsið. Árásarmaðurinn skaut úr byssu og hæfði einn og særði. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þrír hafi verið handteknir á sjötta tímanum í dag. „Núna fyrir skömmu voru handteknir þrír menn sem eru taldir tengjast þessu máli og þessari skotárás. Það kom fram í tilkynningunni frá okkur í morgun að okkur grunar jafnvel að það séu átök milli einstaklinga í tveimur hópum,“ segir Grímur. Hann vill ekki gefa upp hver aðild hvers og eins hinna handteknu í málinu sé eða hvort einn handtekinna hafi verið skotmaðurinn. Grímur segir að mat lögreglu hafi verið að almenningi hafi ekki stafað bein hætta af árásinni. „Við teljum ekki að það sé um beina hættu að ræða. Við höfum hins vegar áhyggjur af því að þegar hleypt er af skotvopni í íbúðahverfi þá er almenningi hætta búin. Það kemur fram í tilkynningunni okkar í morgun að eitt af þessum skotum sem var hleypt af úr Úlfarsárdal það fór inn í íbúð til fólks alls óviðkomandi þessu máli og það kannski sýnir það hvað við höfum raunverulegar áhyggjur af,“ segir Grímur. Áverkar fórnarlambsins voru ekki mjög miklir, að sögn Gríms, og er líðan hans eftir atvikum góð. Hann hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Lögreglumál Reykjavík Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Stendur ekki til að lýsa eftir byssumanni Grímur Grímsson segir alvarlegt mál að maður sem hafi hleypt af skotum í íbúðarhverfi gangi laus. Hann telur almenning þó ekki í mikilli hættu. Allt kapp sé lagt á að hafa hendur í hári mannsins. Ekki standi þó til að lýsa eftir honum. 2. nóvember 2023 15:07 Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Íbúar fjölbýlishúss vöknuðu á fimmta tímanum í nótt við skothvelli við húsið. Árásarmaðurinn skaut úr byssu og hæfði einn og særði. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að þrír hafi verið handteknir á sjötta tímanum í dag. „Núna fyrir skömmu voru handteknir þrír menn sem eru taldir tengjast þessu máli og þessari skotárás. Það kom fram í tilkynningunni frá okkur í morgun að okkur grunar jafnvel að það séu átök milli einstaklinga í tveimur hópum,“ segir Grímur. Hann vill ekki gefa upp hver aðild hvers og eins hinna handteknu í málinu sé eða hvort einn handtekinna hafi verið skotmaðurinn. Grímur segir að mat lögreglu hafi verið að almenningi hafi ekki stafað bein hætta af árásinni. „Við teljum ekki að það sé um beina hættu að ræða. Við höfum hins vegar áhyggjur af því að þegar hleypt er af skotvopni í íbúðahverfi þá er almenningi hætta búin. Það kemur fram í tilkynningunni okkar í morgun að eitt af þessum skotum sem var hleypt af úr Úlfarsárdal það fór inn í íbúð til fólks alls óviðkomandi þessu máli og það kannski sýnir það hvað við höfum raunverulegar áhyggjur af,“ segir Grímur. Áverkar fórnarlambsins voru ekki mjög miklir, að sögn Gríms, og er líðan hans eftir atvikum góð. Hann hefur nú verið útskrifaður af sjúkrahúsi.
Lögreglumál Reykjavík Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Stendur ekki til að lýsa eftir byssumanni Grímur Grímsson segir alvarlegt mál að maður sem hafi hleypt af skotum í íbúðarhverfi gangi laus. Hann telur almenning þó ekki í mikilli hættu. Allt kapp sé lagt á að hafa hendur í hári mannsins. Ekki standi þó til að lýsa eftir honum. 2. nóvember 2023 15:07 Mest lesið Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Stendur ekki til að lýsa eftir byssumanni Grímur Grímsson segir alvarlegt mál að maður sem hafi hleypt af skotum í íbúðarhverfi gangi laus. Hann telur almenning þó ekki í mikilli hættu. Allt kapp sé lagt á að hafa hendur í hári mannsins. Ekki standi þó til að lýsa eftir honum. 2. nóvember 2023 15:07
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent