Sigraðist á eistnakrabbameini þrátt fyrir að bíða í marga mánuði með að fara til læknis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. nóvember 2023 07:01 Henri Lansbury endaði ferilinn á því að fara upp um deild með Luton Town áður en skórnir fóru upp í hillu. Richard Heathcote/Getty Images Hinn 32 ára gamli Henri Lansbury lagði knattspyrnuskóna nýverið á hilluna. Í viðtali við Sky Sports staðfesti þessi fyrrverandi miðjumaður að hann hefði sigrast á eistnakrabbameini árið 2016 er hann var leikmaður Nottingham Forest í ensku B-deildinni. Lansbury var í sturtu eftir æfingu, eins og vani er, árið 2016. Það var þá sem hann fann fyrir kúlu á „stærð við baun.“ Hann beið hins vegar með að takast á við vandann og segir að vikur hafi orðið að mánuðum en „baunin“ hafi enn verið á sínum stað. Hann segir þetta hafa verið mjög erfitt andlega þar sem hann hafi ekki viljað segja neinum frá þessu hjá Forest. Hann var 25 ára gamall og fyrirliði liðsins. Það var ekki fyrr en hann var á leið í sumarfrí sem hann fór á spítalann og vildi láta skoða þetta betur, biðtíminn var hins vegar nokkrar vikur. "I had it and didn't tell anyone."Ex-Arsenal youngster Henri Lansbury has revealed he overcame testicular cancer while playing for Nottingham Forest back in 2016https://t.co/xmPmIPHmAJ pic.twitter.com/me6RKMwMDr— Mirror Football (@MirrorFootball) November 2, 2023 Hann var á leið í frí og ákvað því loks að tala við læknateymið hjá Forest. Hann er mjög ánægður með að hafa látið verða af því. „Þeir komu mér í samband við aðila sem gat skoðað mig strax og ég fór í myndatöku,“ sagði Lansbury. Nær samstundis fékk hann staðfestingu á því að hann væri með eistnakrabbamein. „Það var rétt nægur tími til að segja nánustu vinum fjölskyldu,“ en hann fór undir hnífinn sama dag. „Þetta gerðist mjög hratt. Ég man eftir að vera svæfður því ég var að reyna tala við lækninn en steinrotaðist svo. Svo vaknaði ég með Kieran Gibbs (fyrrum samherja og góðan vin) við hliðina á mér hlæjandi að því að ég væri bara með eitt eista.“ Lansbury getur hlegið með Gibbs í dag. Aðgerðin heppnaðist fullkomlega og hann eignaðist tvö börn til viðbótar með eiginkonu sinni. Þá spilaði Lansbury sjö ár til viðbótar með Forest, Aston Villa, Bristol City og loks Luton Town. Recently-retired footballer Henri Lansbury has revealed that he overcame testicular cancer whilst playing for Nottingham Forest in 2016 pic.twitter.com/n63xbm06H3— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 2, 2023 Hann nefnir þetta nú því hann vill vekja athygli á þessu. Miðjumaðurinn fyrrverandi vill hjálpa karlmönnum að leita sér aðstoðar lendi þeir í því sama og hann. Það er ástæðan því að hann hefur gengið til liðs við góðgerðasamtökin Movember en þau svipa til Mottumars á Íslandi. „Ég tel að karlmenn hafi þetta egó: Ég er karlmaður, ég get gert þetta sjálfur. Ég get losnað við þetta eða þetta fer. Sem karlmaður þá byggir þú þennan vegg í kringumþig en þú verður bara að brjóta hann niður og leyfa fólki að hjálpa þér. Þetta tekur á andlega og þú getur ekki hjálpað þér nema þú talir við einhvern,“ sagði Lansbury að endingu. Fótbolti Enski boltinn Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Lansbury var í sturtu eftir æfingu, eins og vani er, árið 2016. Það var þá sem hann fann fyrir kúlu á „stærð við baun.“ Hann beið hins vegar með að takast á við vandann og segir að vikur hafi orðið að mánuðum en „baunin“ hafi enn verið á sínum stað. Hann segir þetta hafa verið mjög erfitt andlega þar sem hann hafi ekki viljað segja neinum frá þessu hjá Forest. Hann var 25 ára gamall og fyrirliði liðsins. Það var ekki fyrr en hann var á leið í sumarfrí sem hann fór á spítalann og vildi láta skoða þetta betur, biðtíminn var hins vegar nokkrar vikur. "I had it and didn't tell anyone."Ex-Arsenal youngster Henri Lansbury has revealed he overcame testicular cancer while playing for Nottingham Forest back in 2016https://t.co/xmPmIPHmAJ pic.twitter.com/me6RKMwMDr— Mirror Football (@MirrorFootball) November 2, 2023 Hann var á leið í frí og ákvað því loks að tala við læknateymið hjá Forest. Hann er mjög ánægður með að hafa látið verða af því. „Þeir komu mér í samband við aðila sem gat skoðað mig strax og ég fór í myndatöku,“ sagði Lansbury. Nær samstundis fékk hann staðfestingu á því að hann væri með eistnakrabbamein. „Það var rétt nægur tími til að segja nánustu vinum fjölskyldu,“ en hann fór undir hnífinn sama dag. „Þetta gerðist mjög hratt. Ég man eftir að vera svæfður því ég var að reyna tala við lækninn en steinrotaðist svo. Svo vaknaði ég með Kieran Gibbs (fyrrum samherja og góðan vin) við hliðina á mér hlæjandi að því að ég væri bara með eitt eista.“ Lansbury getur hlegið með Gibbs í dag. Aðgerðin heppnaðist fullkomlega og hann eignaðist tvö börn til viðbótar með eiginkonu sinni. Þá spilaði Lansbury sjö ár til viðbótar með Forest, Aston Villa, Bristol City og loks Luton Town. Recently-retired footballer Henri Lansbury has revealed that he overcame testicular cancer whilst playing for Nottingham Forest in 2016 pic.twitter.com/n63xbm06H3— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 2, 2023 Hann nefnir þetta nú því hann vill vekja athygli á þessu. Miðjumaðurinn fyrrverandi vill hjálpa karlmönnum að leita sér aðstoðar lendi þeir í því sama og hann. Það er ástæðan því að hann hefur gengið til liðs við góðgerðasamtökin Movember en þau svipa til Mottumars á Íslandi. „Ég tel að karlmenn hafi þetta egó: Ég er karlmaður, ég get gert þetta sjálfur. Ég get losnað við þetta eða þetta fer. Sem karlmaður þá byggir þú þennan vegg í kringumþig en þú verður bara að brjóta hann niður og leyfa fólki að hjálpa þér. Þetta tekur á andlega og þú getur ekki hjálpað þér nema þú talir við einhvern,“ sagði Lansbury að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira