Nunez tryggði Liverpool sæti í næstu umferð Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 21:48 Darwin Nunez fagnar sigurmarki Liverpool í kvöld. Vísir/Getty Liverpool er komið í næstu umferð enska deildabikarsins í knattspyrnu eftir 2-1 útisigur á Bournemouth. Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Sigurðsson eru báðir úr leik eftir töp Burnley og Blackburn. Liverpool var í heimsókn hjá Bournemouth og kom Cody Gakpo gestunum yfir í fyrri hálfleik með marki á 31. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0 en Justin Kluivert jafnaði metin þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður. Jurgen Klopp stillti upp sterku liði og skömmu fyrir mark Kluivert hafði hann skipt Darwin Nunez, Trent Alexander-Arnold og Alexis Mac Allister öllum inn á völlinn en Mohamed Salah, Cody Gakpo og Dominik Szoboszlai byrjuðu allir inná í kvöld. Það var síðan einmitt Darwin Nunez sem tryggði Liverpool 2-1 sigur með frábæru marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-1 og Liverpool því áfram í næstu umferð. Next stop: The #CarabaoCup quarter-finals! pic.twitter.com/HbFkR8iKD8— Chelsea FC (@ChelseaFC) November 1, 2023 Chelsea mætti liði Blackburn á heimavelli en síðarnefnda liðið leikur í næst efstu deild. Arnór Sigurðsson hóf leikinn á bekknum hjá Blackburn en kom inn á í síðari hálfleiknum. Benoit Badiashile kom Chelsea yfir á 30. mínútu og Raheem Sterling bætti öðru marki við á 59. mínútu. Þar við sat og Chelsea með nokkuð þægilegan sigur. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley sem fékk skell á Goodison Park gegn Everton. James Tarkowski, Amadou Onana og Ashley Young skoruðu mörk Everton í 3-0 sigri en liðið vann góðan sigur á West Ham um liðna helgi. The remaining teams left in the Carabao Cup: Liverpool Chelsea Newcastle West Ham Everton Fulham Middlesbrough Port ValeWe simply have to win this competition now — Anfield Edition (@AnfieldEdition) November 1, 2023 Að lokum vann úrvalsdeildarlið Fulham góðan útisigur á Ipswich sem hefur verið að gera góða hluti í Championship-deildinni. Harry Wilson kom Fulham í 1-0 í upphafi leiks og Rodrigo Muniz skoraði annað mark liðsins í upphafi síðari hálfleiks. Tom Cairney kom Fulham í 3-0 á 77. mínútu áður en Eikan Baggott minnkaði muninn. Lokatölur 3-1 fyrir Fulham. Leik Manchester United og Newcastle er ekki lokið en þegar síðari hálfleikur er hálfnaður er staðan 3-0 fyrir Newcastle. Úrslit kvöldsins Bournemouth - Liverpool 1-2Chelsea - Blackburn 2-0Everton - Burnley 3-0Ipswich - Fulham 1-3 Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Liverpool var í heimsókn hjá Bournemouth og kom Cody Gakpo gestunum yfir í fyrri hálfleik með marki á 31. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0 en Justin Kluivert jafnaði metin þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður. Jurgen Klopp stillti upp sterku liði og skömmu fyrir mark Kluivert hafði hann skipt Darwin Nunez, Trent Alexander-Arnold og Alexis Mac Allister öllum inn á völlinn en Mohamed Salah, Cody Gakpo og Dominik Szoboszlai byrjuðu allir inná í kvöld. Það var síðan einmitt Darwin Nunez sem tryggði Liverpool 2-1 sigur með frábæru marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-1 og Liverpool því áfram í næstu umferð. Next stop: The #CarabaoCup quarter-finals! pic.twitter.com/HbFkR8iKD8— Chelsea FC (@ChelseaFC) November 1, 2023 Chelsea mætti liði Blackburn á heimavelli en síðarnefnda liðið leikur í næst efstu deild. Arnór Sigurðsson hóf leikinn á bekknum hjá Blackburn en kom inn á í síðari hálfleiknum. Benoit Badiashile kom Chelsea yfir á 30. mínútu og Raheem Sterling bætti öðru marki við á 59. mínútu. Þar við sat og Chelsea með nokkuð þægilegan sigur. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley sem fékk skell á Goodison Park gegn Everton. James Tarkowski, Amadou Onana og Ashley Young skoruðu mörk Everton í 3-0 sigri en liðið vann góðan sigur á West Ham um liðna helgi. The remaining teams left in the Carabao Cup: Liverpool Chelsea Newcastle West Ham Everton Fulham Middlesbrough Port ValeWe simply have to win this competition now — Anfield Edition (@AnfieldEdition) November 1, 2023 Að lokum vann úrvalsdeildarlið Fulham góðan útisigur á Ipswich sem hefur verið að gera góða hluti í Championship-deildinni. Harry Wilson kom Fulham í 1-0 í upphafi leiks og Rodrigo Muniz skoraði annað mark liðsins í upphafi síðari hálfleiks. Tom Cairney kom Fulham í 3-0 á 77. mínútu áður en Eikan Baggott minnkaði muninn. Lokatölur 3-1 fyrir Fulham. Leik Manchester United og Newcastle er ekki lokið en þegar síðari hálfleikur er hálfnaður er staðan 3-0 fyrir Newcastle. Úrslit kvöldsins Bournemouth - Liverpool 1-2Chelsea - Blackburn 2-0Everton - Burnley 3-0Ipswich - Fulham 1-3
Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira