Nunez tryggði Liverpool sæti í næstu umferð Smári Jökull Jónsson skrifar 1. nóvember 2023 21:48 Darwin Nunez fagnar sigurmarki Liverpool í kvöld. Vísir/Getty Liverpool er komið í næstu umferð enska deildabikarsins í knattspyrnu eftir 2-1 útisigur á Bournemouth. Jóhann Berg Guðmundsson og Arnór Sigurðsson eru báðir úr leik eftir töp Burnley og Blackburn. Liverpool var í heimsókn hjá Bournemouth og kom Cody Gakpo gestunum yfir í fyrri hálfleik með marki á 31. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0 en Justin Kluivert jafnaði metin þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður. Jurgen Klopp stillti upp sterku liði og skömmu fyrir mark Kluivert hafði hann skipt Darwin Nunez, Trent Alexander-Arnold og Alexis Mac Allister öllum inn á völlinn en Mohamed Salah, Cody Gakpo og Dominik Szoboszlai byrjuðu allir inná í kvöld. Það var síðan einmitt Darwin Nunez sem tryggði Liverpool 2-1 sigur með frábæru marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-1 og Liverpool því áfram í næstu umferð. Next stop: The #CarabaoCup quarter-finals! pic.twitter.com/HbFkR8iKD8— Chelsea FC (@ChelseaFC) November 1, 2023 Chelsea mætti liði Blackburn á heimavelli en síðarnefnda liðið leikur í næst efstu deild. Arnór Sigurðsson hóf leikinn á bekknum hjá Blackburn en kom inn á í síðari hálfleiknum. Benoit Badiashile kom Chelsea yfir á 30. mínútu og Raheem Sterling bætti öðru marki við á 59. mínútu. Þar við sat og Chelsea með nokkuð þægilegan sigur. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley sem fékk skell á Goodison Park gegn Everton. James Tarkowski, Amadou Onana og Ashley Young skoruðu mörk Everton í 3-0 sigri en liðið vann góðan sigur á West Ham um liðna helgi. The remaining teams left in the Carabao Cup: Liverpool Chelsea Newcastle West Ham Everton Fulham Middlesbrough Port ValeWe simply have to win this competition now — Anfield Edition (@AnfieldEdition) November 1, 2023 Að lokum vann úrvalsdeildarlið Fulham góðan útisigur á Ipswich sem hefur verið að gera góða hluti í Championship-deildinni. Harry Wilson kom Fulham í 1-0 í upphafi leiks og Rodrigo Muniz skoraði annað mark liðsins í upphafi síðari hálfleiks. Tom Cairney kom Fulham í 3-0 á 77. mínútu áður en Eikan Baggott minnkaði muninn. Lokatölur 3-1 fyrir Fulham. Leik Manchester United og Newcastle er ekki lokið en þegar síðari hálfleikur er hálfnaður er staðan 3-0 fyrir Newcastle. Úrslit kvöldsins Bournemouth - Liverpool 1-2Chelsea - Blackburn 2-0Everton - Burnley 3-0Ipswich - Fulham 1-3 Enski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Sjá meira
Liverpool var í heimsókn hjá Bournemouth og kom Cody Gakpo gestunum yfir í fyrri hálfleik með marki á 31. mínútu. Staðan í hálfleik var 1-0 en Justin Kluivert jafnaði metin þegar seinni hálfleikur var tæplega hálfnaður. Jurgen Klopp stillti upp sterku liði og skömmu fyrir mark Kluivert hafði hann skipt Darwin Nunez, Trent Alexander-Arnold og Alexis Mac Allister öllum inn á völlinn en Mohamed Salah, Cody Gakpo og Dominik Szoboszlai byrjuðu allir inná í kvöld. Það var síðan einmitt Darwin Nunez sem tryggði Liverpool 2-1 sigur með frábæru marki tuttugu mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-1 og Liverpool því áfram í næstu umferð. Next stop: The #CarabaoCup quarter-finals! pic.twitter.com/HbFkR8iKD8— Chelsea FC (@ChelseaFC) November 1, 2023 Chelsea mætti liði Blackburn á heimavelli en síðarnefnda liðið leikur í næst efstu deild. Arnór Sigurðsson hóf leikinn á bekknum hjá Blackburn en kom inn á í síðari hálfleiknum. Benoit Badiashile kom Chelsea yfir á 30. mínútu og Raheem Sterling bætti öðru marki við á 59. mínútu. Þar við sat og Chelsea með nokkuð þægilegan sigur. Jóhann Berg Guðmundsson var ekki í leikmannahópi Burnley sem fékk skell á Goodison Park gegn Everton. James Tarkowski, Amadou Onana og Ashley Young skoruðu mörk Everton í 3-0 sigri en liðið vann góðan sigur á West Ham um liðna helgi. The remaining teams left in the Carabao Cup: Liverpool Chelsea Newcastle West Ham Everton Fulham Middlesbrough Port ValeWe simply have to win this competition now — Anfield Edition (@AnfieldEdition) November 1, 2023 Að lokum vann úrvalsdeildarlið Fulham góðan útisigur á Ipswich sem hefur verið að gera góða hluti í Championship-deildinni. Harry Wilson kom Fulham í 1-0 í upphafi leiks og Rodrigo Muniz skoraði annað mark liðsins í upphafi síðari hálfleiks. Tom Cairney kom Fulham í 3-0 á 77. mínútu áður en Eikan Baggott minnkaði muninn. Lokatölur 3-1 fyrir Fulham. Leik Manchester United og Newcastle er ekki lokið en þegar síðari hálfleikur er hálfnaður er staðan 3-0 fyrir Newcastle. Úrslit kvöldsins Bournemouth - Liverpool 1-2Chelsea - Blackburn 2-0Everton - Burnley 3-0Ipswich - Fulham 1-3
Enski boltinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Sjá meira