Egypskur landamæravörður á Rafah-landamærunum sagði við blaðamenn CNN að um áttatíu avarlega særðir Palestínumenn verði fluttur yfir landamærin á sjúkrahús í Egyptalandi á morgun.
Tæpar tvær vikur eru síðan Ísraelar gáfu hjálparaðilum Sameinuðu þjóðanna leyfi til þess að ferja neyðarbirgðir yfir Rafah-landamærin til íbúa Gasa en þó af mjög skornum skammti. Alls hafa 80 flutningabílum verið hleypt yfir landamærin. Talsmaður ActionAid hjálparsamtakanna sagði um fimm hundruð slíkar bifreiðar hafa veitt íbúum Gasa aðstoð daglega áður en stríð hófst.