Best að Bjarni og Katrín tali beint saman um tíma og klukkur Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. október 2023 12:24 Sigurður Ingi Jóhannsson segir að betra hefði verið ef forsætisráðherra og utanríkisráðherra hefðu talað beint saman um afstöðu Íslands á allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Vilhelm Innviðaráðherra segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. Utanríkisráðuneytið segist hafa látið forsætisráðuneytið vita fyrr af afstöðu Íslands í málinu en komið hefur fram í svörum forsætisráðherra. Aðstoðarkona forsætisráðherra sendi fjölmiðlum tilkynningu í gær þess efnis að forsætisráðherra hefði verið upplýst ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðslufundur hófst um afstöðu Íslands á allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Ekki hafi verið óskað eftir neinu samráði við hana. Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa á föstudagskvöld. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Jórdanía lagði tillöguna fram og 120 lönd studdu hana óbreytta, 14 greiddu atkvæði gegn henni og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Þingflokkur Vinstri grænna og forsætisráðherra höfðu eftir ákvörðun utanríkisráðherra lýst yfir að Ísland hefði átt að styðja tillöguna í stað þess að sitja hjá. Bjarni Benediktsson ttanríkisráðherra sagði í fréttum í gær að hann hefði upplýst alþjóðafulltrúa forsætisráðuneytisins í málinu áður en atkvæðagreiðslufundurinn hófst hjá Sameinuðu þjóðunum. Utanríkisráðuneytið sendi svo frá sér skýringar um tímalínunina í málinu í gærkvöldi þar sem kemur fram að forsætisráðuneytið hafi verið upplýst óformlega um afstöðu Íslands klukkan 18:17 og formlega klukkan 18:41. Fundurinn í allsherjarþinginu hafi svo byrjað klukkan 19 að íslenskum tíma, en atkvæðagreiðslan um sjálfa ályktunina farið fram kl. 19:49. Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag frekar en í gær vegna málsins. Hún er stödd erlendis á Norðurlandaráðsþingi. Það má hins vegar ráða það af upplýsingum fréttastofu að embættismenn forsætisráðuneytisins hafi fengið upplýsingar um ákvörðun utanríkisráðherra í málinu fyrr en forsætisráðherra og sent henni ákvörðunina einhverjum mínútum eftir að þær bárust. Katrín Jakobsdóttir á hins vegar eftir að staðfesta það endanlega. Enginn ágreiningur en hefðu átt að tala beint saman Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var meðal ráðherra á ríkisstjórnarfundi í Tjarnargötu í morgun. Hann segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. „Það er nú yfirleitt betra í samstarfi að tala beint saman, ég tala nú ekki um þegar verið er að mæla tíma og klukkur. Ég held að afstaða Íslands sé skýr og hafi komið fram í máli fulltrúa okkar hjá Sameinuðu þjóðunum og í ríkisstjórn er enginn ágreiningur um það ,“ segir Sigurður Hann segist hafa frétt af ákvörðun utanríkisráðherra í fjölmiðlum. „Það er eðlilegt að það séu ákveðin samskipti við forsætisráðuneytið en það hefur ekki verið hefð að tilkynna öllum ráðuneytum einstakar atkvæðagreiðslur í einstaka alþjóðastofnunum, þannig að ég las þetta bara í fréttum,“ segir Sigurður. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Aðstoðarkona forsætisráðherra sendi fjölmiðlum tilkynningu í gær þess efnis að forsætisráðherra hefði verið upplýst ellefu mínútum áður en atkvæðagreiðslufundur hófst um afstöðu Íslands á allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Ekki hafi verið óskað eftir neinu samráði við hana. Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu sem tekin var fyrir á þingi Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé á Gasa á föstudagskvöld. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Jórdanía lagði tillöguna fram og 120 lönd studdu hana óbreytta, 14 greiddu atkvæði gegn henni og 45 sátu hjá, þar á meðal Ísland. Kanada lagði til breytingu á tillögunni, sem 88 aðildarríki studdu, en þar var lögð meiri áhersla á fordæmingu Hamas. Breytingartillagan náði ekki fram að ganga. Þingflokkur Vinstri grænna og forsætisráðherra höfðu eftir ákvörðun utanríkisráðherra lýst yfir að Ísland hefði átt að styðja tillöguna í stað þess að sitja hjá. Bjarni Benediktsson ttanríkisráðherra sagði í fréttum í gær að hann hefði upplýst alþjóðafulltrúa forsætisráðuneytisins í málinu áður en atkvæðagreiðslufundurinn hófst hjá Sameinuðu þjóðunum. Utanríkisráðuneytið sendi svo frá sér skýringar um tímalínunina í málinu í gærkvöldi þar sem kemur fram að forsætisráðuneytið hafi verið upplýst óformlega um afstöðu Íslands klukkan 18:17 og formlega klukkan 18:41. Fundurinn í allsherjarþinginu hafi svo byrjað klukkan 19 að íslenskum tíma, en atkvæðagreiðslan um sjálfa ályktunina farið fram kl. 19:49. Ekki hefur náðst í Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag frekar en í gær vegna málsins. Hún er stödd erlendis á Norðurlandaráðsþingi. Það má hins vegar ráða það af upplýsingum fréttastofu að embættismenn forsætisráðuneytisins hafi fengið upplýsingar um ákvörðun utanríkisráðherra í málinu fyrr en forsætisráðherra og sent henni ákvörðunina einhverjum mínútum eftir að þær bárust. Katrín Jakobsdóttir á hins vegar eftir að staðfesta það endanlega. Enginn ágreiningur en hefðu átt að tala beint saman Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra var meðal ráðherra á ríkisstjórnarfundi í Tjarnargötu í morgun. Hann segir engan ágreining innan ríkisstjórnarinnar um afstöðu Íslands til átakanna á Gasa. Það sé hins vegar skynsamlegra í slíkum málum að heyra beint í hvort öðru. „Það er nú yfirleitt betra í samstarfi að tala beint saman, ég tala nú ekki um þegar verið er að mæla tíma og klukkur. Ég held að afstaða Íslands sé skýr og hafi komið fram í máli fulltrúa okkar hjá Sameinuðu þjóðunum og í ríkisstjórn er enginn ágreiningur um það ,“ segir Sigurður Hann segist hafa frétt af ákvörðun utanríkisráðherra í fjölmiðlum. „Það er eðlilegt að það séu ákveðin samskipti við forsætisráðuneytið en það hefur ekki verið hefð að tilkynna öllum ráðuneytum einstakar atkvæðagreiðslur í einstaka alþjóðastofnunum, þannig að ég las þetta bara í fréttum,“ segir Sigurður.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira