Erlent

Skotárás og gíslataka í Japan

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lögreglan situr nú um pósthúsið þar sem byssumaðurinn tók gísla. 
Lögreglan situr nú um pósthúsið þar sem byssumaðurinn tók gísla.  Kyodo News via AP

Skotárás var gerð í morgun í japönsku borginni Toda í miðhluta landsins. Maður á fimmtugsaldri hóf skothríð inni á spítala í borginni.

Tveir eru særðir hið minnsta, læknir á fimmtugsaldri og sjúklingur á sjötugsaldri. Hinn grunaði flúði spítalann á mótorhjóli og ók í næsta bæ þar sem hann ruddist inn á pósthús og tók þar gísla. Lögregla situr nú um pósthúsið að því er breska ríkisútvarpið greinir frá.

Skotárásir af þessu tagi eru afar sjaldgæfar í Japan og er byssulöggjöfin afar ströng í landinu.

Aðeins má eiga skotvopn til veiða og loftbyssur og þarf fólk að ganga í gegnum ströng próf og fá læknisvottorð áður en leyfi er veitt til að kaupa skotvopnt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×