Fótbolti

Bon­mati besta knatt­spyrnu­kona heims

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bonmati með Gullboltann.
Bonmati með Gullboltann. Twitter@ballondor

Hin 25 ára gamla Aitana Bonmatí er besta knattspyrnu heims árið 2023 að mati France Football, tímaritinu sem gefur Gullboltann (Ballon d‘Or) ár hvert. Þá var félagslið Bonmati, Barcelona, valið lið ársins.

Bonmati var mikilvægur hlekkur í mögnuðu liði Barcelona sem stóð uppi sem Evrópu- og Spánarmeistari á síðustu leiktíð. Liðið hefur svo byrjað tímabilið í ár af sama krafti og er með fullt hús stiga að loknum sex umferðum.

Bonmati fór svo ein helsta ástæða þess að Spánn stóð uppi sem sigurvegari á HM sem fram fór í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í sumar.

Það er greinilegt að spænskir miðjumenn sem spila fyrir Barcelona eiga góða möguleika á að vinna Gullboltann en Alexia Putellas hafði unnið hann síðustu tvö skipti.

Það er greinilegt að Barcelona er að gera eitthvað rétt og kom ekki á óvart að félagið hafi verið valið lið ársins í kvennaflokki.

Í öðru sæti í valinu um Gullboltann var Sam Kerr, leikmaður Englandsmeistara Chelsea og Ástralíu. Í þriðja sæti var Salma Celeste Paralluelo Ayingono, samherji Bonmati hjá Barcelona og Spáni.


Tengdar fréttir

Belling­ham valinn besti ungi leik­maður heims

Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham fékk í kvöld Kopa-verðlaunin en þau fær besti leikmaður heims undir 21 árs aldri. Brasilíumaðurinn Vinicíus Jr. fékk verðlaun sem kennd eru við landa hans Socrates og Emi Martínez, 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×