Fótbolti

Belling­ham valinn besti ungi leik­maður heims

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valið kom engum á óvart.
Valið kom engum á óvart. Denis Doyle/Getty Images

Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham fékk í kvöld Kopa-verðlaunin en þau fær besti leikmaður heims undir 21 árs aldri. Brasilíumaðurinn Vinicíus Jr. fékk verðlaun sem kennd eru við landa hans Socrates og Emi Martínez, 

Gullboltinn, Ballon d‘Or, verður afhentur besta knattspyrnufólki heims í kvöld. Áður en það gerist eru ýmis önnur verðlaun afhent. Bellingham, leikmaður Real Madríd og enska landsliðsins, fékk Kopa-verðlaunin en þau hlýtur besti ungi leikmaður heims.

Í öðru sæti var Jamal Musiala, leikmaður Bayern München og þýska landsliðsins. Í þriðja sæti var Pedri, leikmaður Barcelona og Spánar.

Socrates-verðlaunin hlýtur sá leikmaður sem hefur lagt sitt að mörkum til hjálpa þeim sem minna mega sín. Þau verðlaun hlaut Vinicíus Jr., leikmaður Real Madríd og brasilíska landsliðsins.

Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa og heimsmeistara Argentínu, hlaut svo Yashin-verðlaunin. Þau hlýtur besti markvörður heims ár hvert. Verðlaunin eru skírð í höfuðið á Lev Yashin, goðsagnakenndum markverði Sovétríkjanna.

Ederson, markvörður Englands- og Evrópumeistara Manchester City sem og Brasilíu, var í 2. sæti á meðan Yassine Bounou, markvörður Al Hilal og Marokkó, var í 3. sæti.

Erling Braut Håland hlaut Gerd Müller-verðlaunin. Þau fær besti framherji heims.

Síðar í kvöld verður Gullboltinn svo afhentur en það hefur þegar verið staðfest að Lionel Messi, leikmaður Inter Miami í MLS-deildinni og Argentínu, vinnur hann í karlaflokki á meðan Aitana Bonmatí, leikmaður Barcelona og Spánar, vinnur í kvennaflokki.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Mæta ekki á af­hendingu Gull­boltans þar sem það er leikur á morgun

Þrátt fyrir að vera tilnefndar til verðlauna munu þrír leikmenn enska landsliðsins ekki mæta á verðlaunahátíðina þar sem Gullboltinn (Ballon d‘Or) er afhentur þar sem þær eiga leik á morgun. Georgia Stanway er ein þeirra og hefur sent forráðamönnum hátíðarinnar tóninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×