Mæta ekki á afhendingu Gullboltans þar sem það er leikur á morgun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2023 19:01 Stanway á leik á morgun. EPA-EFE/Vince Mignott Þrátt fyrir að vera tilnefndar til verðlauna munu þrír leikmenn enska landsliðsins ekki mæta á verðlaunahátíðina þar sem Gullboltinn (Ballon d‘Or) er afhentur þar sem þær eiga leik á morgun. Georgia Stanway er ein þeirra og hefur sent forráðamönnum hátíðarinnar tóninn. Gullboltinn var fyrst afhentur árið 1956 þegar tímaritið France Football tók sig saman og boðaði til kosningar á besta knattspyrnumanni heims. Gullboltann fær sá leikmaður sem talinn er hafa spilað best undanfarið ár. Árið 2018 var Gulboltinn einnig afhentur í kvennaflokki. Verðlaunin eru veitt á sama tíma en það hentar hreinlega ekki kvenkyns leikmönnum þar sem flestar eru í miðju landsliðsverkefni núna. Enska landsliðið á til að mynda leik annað kvöld en Georgia Stanway, Millie Bright og markvörðurinn Mary Earps eru allar tilnefndar. "If it was planned a little bit better"Georgia Stanway says its a real disappointment that the Ballon D'Or awards ceremony has been scheduled so that a number of players won't be able to attend. pic.twitter.com/J3E6SXZ0HL— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) October 30, 2023 „Það er gaman að vera tilnefnd en leiðinlegt að geta ekki verið á staðnum. Við sem hópur höfum talað um þetta og erum sammála að það væri gaman ef hátíðin væri ekki degi fyrir leik. Þannig gætum við öll notið þeirrar reynslu sem fylgir því að mæta á hátíð sem þessa. Mögulega er þetta bara eitthvað sem gerist einu sinni á lífsleiðinni,“ sagði Stanway sem er í lykilhlutverki hjá enska landsliðinu sem og Þýskalandsmeisturum Bayern München. „Við eigum leik á morgun, ef þetta hefði verið betur planað þá hefði verið auðveldara fyrir kvenkyns leikmenn að mæta,“ bætti Stanway við. Lionel Messi will be announced as the Ballon d Or winner tonight his Ballon d Or number 8, as expected Ceremony in Paris, all set for it. pic.twitter.com/gAKyqmAtUv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 30, 2023 Þrátt fyrir að afhendingin hafi ekki enn farið fram er vitað að Lionel Messi vinnur sinn áttunda Gullbolta og að Aitana Bonmatí mun vinna í kvennaflokki. Þrír af fimm Gullboltum í kvennaflokki hafa því farið til spænskra miðjumanna en Alexia Putellas hefur unnið undanfarin tvö ár. Fótbolti Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sjá meira
Gullboltinn var fyrst afhentur árið 1956 þegar tímaritið France Football tók sig saman og boðaði til kosningar á besta knattspyrnumanni heims. Gullboltann fær sá leikmaður sem talinn er hafa spilað best undanfarið ár. Árið 2018 var Gulboltinn einnig afhentur í kvennaflokki. Verðlaunin eru veitt á sama tíma en það hentar hreinlega ekki kvenkyns leikmönnum þar sem flestar eru í miðju landsliðsverkefni núna. Enska landsliðið á til að mynda leik annað kvöld en Georgia Stanway, Millie Bright og markvörðurinn Mary Earps eru allar tilnefndar. "If it was planned a little bit better"Georgia Stanway says its a real disappointment that the Ballon D'Or awards ceremony has been scheduled so that a number of players won't be able to attend. pic.twitter.com/J3E6SXZ0HL— Sky Sports WSL (@SkySportsWSL) October 30, 2023 „Það er gaman að vera tilnefnd en leiðinlegt að geta ekki verið á staðnum. Við sem hópur höfum talað um þetta og erum sammála að það væri gaman ef hátíðin væri ekki degi fyrir leik. Þannig gætum við öll notið þeirrar reynslu sem fylgir því að mæta á hátíð sem þessa. Mögulega er þetta bara eitthvað sem gerist einu sinni á lífsleiðinni,“ sagði Stanway sem er í lykilhlutverki hjá enska landsliðinu sem og Þýskalandsmeisturum Bayern München. „Við eigum leik á morgun, ef þetta hefði verið betur planað þá hefði verið auðveldara fyrir kvenkyns leikmenn að mæta,“ bætti Stanway við. Lionel Messi will be announced as the Ballon d Or winner tonight his Ballon d Or number 8, as expected Ceremony in Paris, all set for it. pic.twitter.com/gAKyqmAtUv— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 30, 2023 Þrátt fyrir að afhendingin hafi ekki enn farið fram er vitað að Lionel Messi vinnur sinn áttunda Gullbolta og að Aitana Bonmatí mun vinna í kvennaflokki. Þrír af fimm Gullboltum í kvennaflokki hafa því farið til spænskra miðjumanna en Alexia Putellas hefur unnið undanfarin tvö ár.
Fótbolti Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Enski boltinn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sjá meira