Erlent

Fimm látnir eftir að vinnu­pallar hrundu í Ham­borg

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi í HafenCity í Hamborg í morgun.
Frá vettvangi í HafenCity í Hamborg í morgun. Getty

Fimm iðnaðarmenn létust og einhverra er enn saknað eftir að vinnupallar hrundu á einu af stærstu iðnaðarsvæðum Hamborgar í Þýskalandi í morgun.

DW greinir frá því að slysið hafi átt sér stað í Überseequartier á HafenCity-svæðinu á norðurbakka Saxelfar þar sem gríðarmikil uppbygging á sér nú stað á gömlu hafnarsvæði.

Talsmaður slökkviliðs í Hamborg staðfestir að fimm hafi látið lífið í slysinu og þá er talið að einhverjir séu grafnir undir pöllunum.

Framkvæmdir hafa staðið yfir á hafnarsvæðinu um nokkurt skeið en til stendur að byggja þar mikla verslunarmiðstöð, þrjú hótel, 650 íbúðir, fjögur þúsund skrifstofurými og tvö hundruð verslunarrými.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×