„Eitt mest krípí shit sem ég hef heyrt lengi“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. október 2023 09:24 Greint er frá því í nýrri bók Guðmundur Magnússonar sagnfræðings um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Vals og Hauka, að Friðrik hafi misnotað dreng. Skrifhús/Guðmundur Magnússon Tréstytta af nöktum dreng, sem kallast Drumbur, var í miklu uppáhaldi hjá séra Friðrik Friðrikssyni, stofnanda KFUM og K. Í síðasta viðtalinu sem tekið var við Friðrik sagði hann Drumb „mjög óþekkan“ og að hann „fengist ekki til að fara í að fara í nokkra spjör.“ Jón Gnarr gagnrýnir að styttan hafi fengið að standa í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM. „Í einu horninu í Friðriksstofu, minningarstofunni um séra Friðrik Friðriksson í húsakynnum KFUM við Holtaveg, er útskorin tréstytta af allsberum smádreng. Þegar ég kom þangað fyrst haustið 2017 veitti ég henni athygli, enda mjög sérstæð, en vissi ekkert um sögu hennar.“ Þetta skrifar Guðmundur Magnússon, höfundur nýrrar ævisögu um séra Friðrik, á síðu sína Skrifhús. Hann segist síðar hafa komist að því að séra Friðrik hafi haldið mjög uppá styttuna og kallað hana Drumb. „Drengurinn heitir Drumbur. Hann er mjög óþekkur og fæst ekki til að fara í nokkra spjör, og er svo auðvitað alltaf hræddur um, að ég muni skella hann á rassinn,“ sagði séra Friðrik um tréstyttuna af nöktum dreng.Guðmundur Magnússon Sigurjón Ólafsson myndhöggvari sem gerði minnisvarða um séra Friðrik og drenginn, sem stendur við Lækjargötu, hafi notað tréstyttuna sem fyrirmynd að drengnum. Sigurjón hafði drenginn þó ekki nakinn heldur í stuttbuxum, „enda allra veðra von við Lækjargötu,“ skrifar Guðmundur. Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. „Hann er mjög óþekkur og fæst ekki til að fara í nokkra spjör“ Þá vitnar Guðmundur í síðasta blaðaviðtalið sem tekið var við séra Friðrik. Viðtalið var birt í Morgunblaðinu daginn fyrir níræðisafmæli hans árið 1958. Þar berst talið að Drumbi. „Sko, þarna á ég strák,“ á Friðrik að hafa sagt og bent á myndina. „Tove Ólafsson tálgaði hana og gaf mér. Mér þykir ákaflega vænt um hana. Drengurinn heitir Drumbur. Hann er mjög óþekkur og fæst ekki til að fara í nokkra spjör, og er svo auðvitað alltaf hræddur um, að ég muni skella hann á rassinn. Sjáðu, hvar hann heldur hendinni, við öllu búinn!“ „Krípí shit“ Jón Gnarr birti færslu á samfélagsmiðlum X (áður Twitter) í gær. Þar sagði hann að sú staðreynd „að það sé stytta af nöktu barni í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM og öllum þar hafi fundist það bara hið eðlilegasta mál, þrátt fyrir umtalið um barnagirnd kallsins,“ finnist honum „eitt mest krípí shit“ sem hann hafi heyrt lengi. að það sé stytta af nöktu barni í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM og öllum þar hafi fundist það bara hið eðlilegasta mál, þrátt fyrir umtalið um barnagirnd kallsins finnst mér eitt mest krípí shit sem ég hef heyrt lengi pic.twitter.com/m0qHsC0iW8— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) October 27, 2023 Trúmál Félagasamtök Bókaútgáfa Mál séra Friðriks Friðrikssonar Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Yfirlýsing frá KFUM og Val: „Það hryggir okkur meira en orð fá lýst“ „Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt.“ 26. október 2023 13:45 Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Ótrúlega algengt að styttur séu færðar Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. Sagnfræðingur segir alþekkt að styttur á Íslandi séu færðar. 27. október 2023 20:56 Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Í einu horninu í Friðriksstofu, minningarstofunni um séra Friðrik Friðriksson í húsakynnum KFUM við Holtaveg, er útskorin tréstytta af allsberum smádreng. Þegar ég kom þangað fyrst haustið 2017 veitti ég henni athygli, enda mjög sérstæð, en vissi ekkert um sögu hennar.“ Þetta skrifar Guðmundur Magnússon, höfundur nýrrar ævisögu um séra Friðrik, á síðu sína Skrifhús. Hann segist síðar hafa komist að því að séra Friðrik hafi haldið mjög uppá styttuna og kallað hana Drumb. „Drengurinn heitir Drumbur. Hann er mjög óþekkur og fæst ekki til að fara í nokkra spjör, og er svo auðvitað alltaf hræddur um, að ég muni skella hann á rassinn,“ sagði séra Friðrik um tréstyttuna af nöktum dreng.Guðmundur Magnússon Sigurjón Ólafsson myndhöggvari sem gerði minnisvarða um séra Friðrik og drenginn, sem stendur við Lækjargötu, hafi notað tréstyttuna sem fyrirmynd að drengnum. Sigurjón hafði drenginn þó ekki nakinn heldur í stuttbuxum, „enda allra veðra von við Lækjargötu,“ skrifar Guðmundur. Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. „Hann er mjög óþekkur og fæst ekki til að fara í nokkra spjör“ Þá vitnar Guðmundur í síðasta blaðaviðtalið sem tekið var við séra Friðrik. Viðtalið var birt í Morgunblaðinu daginn fyrir níræðisafmæli hans árið 1958. Þar berst talið að Drumbi. „Sko, þarna á ég strák,“ á Friðrik að hafa sagt og bent á myndina. „Tove Ólafsson tálgaði hana og gaf mér. Mér þykir ákaflega vænt um hana. Drengurinn heitir Drumbur. Hann er mjög óþekkur og fæst ekki til að fara í nokkra spjör, og er svo auðvitað alltaf hræddur um, að ég muni skella hann á rassinn. Sjáðu, hvar hann heldur hendinni, við öllu búinn!“ „Krípí shit“ Jón Gnarr birti færslu á samfélagsmiðlum X (áður Twitter) í gær. Þar sagði hann að sú staðreynd „að það sé stytta af nöktu barni í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM og öllum þar hafi fundist það bara hið eðlilegasta mál, þrátt fyrir umtalið um barnagirnd kallsins,“ finnist honum „eitt mest krípí shit“ sem hann hafi heyrt lengi. að það sé stytta af nöktu barni í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM og öllum þar hafi fundist það bara hið eðlilegasta mál, þrátt fyrir umtalið um barnagirnd kallsins finnst mér eitt mest krípí shit sem ég hef heyrt lengi pic.twitter.com/m0qHsC0iW8— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) October 27, 2023
Trúmál Félagasamtök Bókaútgáfa Mál séra Friðriks Friðrikssonar Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Yfirlýsing frá KFUM og Val: „Það hryggir okkur meira en orð fá lýst“ „Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt.“ 26. október 2023 13:45 Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05 Ótrúlega algengt að styttur séu færðar Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. Sagnfræðingur segir alþekkt að styttur á Íslandi séu færðar. 27. október 2023 20:56 Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Yfirlýsing frá KFUM og Val: „Það hryggir okkur meira en orð fá lýst“ „Við í KFUM og KFUK viljum hvorki breiða yfir sannleikann né söguna. Ef hægt er að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hafi gerst sekur um brot gagnvart börnum, teljum við slíkt uppgjör nauðsynlegt.“ 26. október 2023 13:45
Fleiri en einn leitað til Stígamóta vegna séra Friðriks Fleiri en einn hafa leitað til Stígamóta vegna Sr. Friðriks Friðrikssonar, stofnanda KFUM, KFUK, Vals og Hauka. Talskona Stígamóta segir að sagan hafi kennt okkur það að gerendur leiti ekki bara á eitt barn heldur séu þau oftast fleiri sem hafi verið brotið á. 26. október 2023 21:05
Ótrúlega algengt að styttur séu færðar Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. Sagnfræðingur segir alþekkt að styttur á Íslandi séu færðar. 27. október 2023 20:56
Segir séra Friðrik hafa leitað á dreng og káfað á honum Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt. 25. október 2023 21:53