Úkraínsk Rússahækja skotin á Krímskaga Samúel Karl Ólason skrifar 27. október 2023 17:01 Oleg Tsarev, flúði til Donbas-svæðisins á árum áður og reyndi að sameina aðskilnaðarsinna í Lúhansk og Dónetsk. Rússar ætluðu mögulega að gera hann að forseta Úkraínu, hefði innrás þeirra í fyrra heppnast. EPA/SERGEI ILNITSKY Oleg Tsarev, fyrrverandi þingmaður í Úkraínu, er á sjúkrahúsi og sagður í alvarlegu ástandi eftir að hann var skotinn á Krímskaga síðustu nótt. Tsarev er sakaður um að hafa svikið Úkraínu og gengið til liðs við Rússa. Í upphafi innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra er Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagður hafa haft Tsarev á lista yfir menn sem gætu stjórnað Úkraínu í hans umboði, eftir að innrásinni væri lokið og Rússar búnir að hernema Úkraínu. Eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014, ýttu undir átök í austurhluta landsins og tóku beinan þátt í þeim átökum með aðskilnaðarsinnum, bauð Tsarev sig fram til forseta. Max Seddon, frá Financial Times, rifjaði upp í dag að það framboð hafi ekki farið vel. Tsarev var eitt sinn eltur af áhorfendum úr upptökuveri sjónvarpsstöðvar þar sem hann var barinn. Hann flúði síðar til Donbas-svæðisins þar sem hann reyndi að sameina aðskilnaðarsinnana í Lúhansk og Dónetsk. Síðar flutti hann til Krímskaga, eftir að hann var ákærður fyrir að styðja aðskilnaðarsinnana. Early last year, the Kremlin was considering former pro-Russian Ukrainian MP Oleg Tsaryov among the candidates to rule Ukraine on Putin's behalf.Last night, per his family, Tsaryov was shot twice at his home in Crimea. He's in critical condition.https://t.co/9SfAhiKyoe— max seddon (@maxseddon) October 27, 2023 Á Telegram-síðu Tsarevs segir að tilræðismaður hafi skotið hann tvisvar sinnum á heimili hans og að yfirvöld í Rússlandi hafi málið til skoðunar. Nánar tiltekið hafi FSB, áður KGB, hafið rannsókn. Fyrst í morgun bárust fregnir af því að Tsarev hefði verið stunginn eða að eitrað hafi verið fyrir honum. Í samtali við TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir samstarfsmaður Tsarevs að hann hafi verið skotinn. Þá segir á vef fréttaveitunnar að engar upplýsingar um tilræðismanninn liggi fyrir. Heyja stríð gegn Rússum í skuggunum Fyrr í vikunni var sagt frá því að leyniþjónustur Úkraínu héldu úti hópum njósnara sem hefðu meðal annars verið þjálfaðir og vopnaðir af Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Þessir menn eru sagðir heyja eigið stríð gegn Rússum og úkraínskum stuðningsmönnum þeirra í skuggunum. Meðal annars hafa þeir myrt samverkamenn Rússa í austurhluta Úkraínu og rússneska hermenn. Í fyrstu voru þessir menn handsamaðir en það breyttist vegna ódæða Rússa og sveita þeirra í austurhluta Úkraínu og annarsstaðar í Rússlandi. Njósnaranir eru meðal annars sagðir hafa banað rússneskum kafbátaskipstjóra og Maríu Dúgínu, dóttur hins umdeilda heimspekins Alexander Dúgín. Ekki liggur fyrir að þessir hópar hafi komið að banatilræðinu á Tsarev en fjölmargir samstarfsmenn Rússa í Úkraínu hafa verið myrtir á undanförnum mánuðum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Segja Rússa taka eigin hermenn af lífi Yfirmenn í rússneska hernum taka eigin hermenn sem neita að fylgja skipunum af lífi og hafa hótað því að myrða heilu hersveitirnar, hörfi þær af víglínunum í Úkraínu. Þykir það til marks um lélegan baráttuanda rússneskra hersveita. 27. október 2023 13:37 Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot. 26. október 2023 13:18 Slóvakía hættir hernaðaraðstoð við Úkraínu Nýskipaður forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, tilkynnti fyrr í dag að stjórnvöld þar í landi muni stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu og hætta þátttöku landsins í viðskiptabanni gagnvart Rússlandi. 26. október 2023 13:15 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Í upphafi innrásar Rússa í Úkraínu í febrúar í fyrra er Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagður hafa haft Tsarev á lista yfir menn sem gætu stjórnað Úkraínu í hans umboði, eftir að innrásinni væri lokið og Rússar búnir að hernema Úkraínu. Eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga ólöglega árið 2014, ýttu undir átök í austurhluta landsins og tóku beinan þátt í þeim átökum með aðskilnaðarsinnum, bauð Tsarev sig fram til forseta. Max Seddon, frá Financial Times, rifjaði upp í dag að það framboð hafi ekki farið vel. Tsarev var eitt sinn eltur af áhorfendum úr upptökuveri sjónvarpsstöðvar þar sem hann var barinn. Hann flúði síðar til Donbas-svæðisins þar sem hann reyndi að sameina aðskilnaðarsinnana í Lúhansk og Dónetsk. Síðar flutti hann til Krímskaga, eftir að hann var ákærður fyrir að styðja aðskilnaðarsinnana. Early last year, the Kremlin was considering former pro-Russian Ukrainian MP Oleg Tsaryov among the candidates to rule Ukraine on Putin's behalf.Last night, per his family, Tsaryov was shot twice at his home in Crimea. He's in critical condition.https://t.co/9SfAhiKyoe— max seddon (@maxseddon) October 27, 2023 Á Telegram-síðu Tsarevs segir að tilræðismaður hafi skotið hann tvisvar sinnum á heimili hans og að yfirvöld í Rússlandi hafi málið til skoðunar. Nánar tiltekið hafi FSB, áður KGB, hafið rannsókn. Fyrst í morgun bárust fregnir af því að Tsarev hefði verið stunginn eða að eitrað hafi verið fyrir honum. Í samtali við TASS, sem er í eigu rússneska ríkisins, segir samstarfsmaður Tsarevs að hann hafi verið skotinn. Þá segir á vef fréttaveitunnar að engar upplýsingar um tilræðismanninn liggi fyrir. Heyja stríð gegn Rússum í skuggunum Fyrr í vikunni var sagt frá því að leyniþjónustur Úkraínu héldu úti hópum njósnara sem hefðu meðal annars verið þjálfaðir og vopnaðir af Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA). Þessir menn eru sagðir heyja eigið stríð gegn Rússum og úkraínskum stuðningsmönnum þeirra í skuggunum. Meðal annars hafa þeir myrt samverkamenn Rússa í austurhluta Úkraínu og rússneska hermenn. Í fyrstu voru þessir menn handsamaðir en það breyttist vegna ódæða Rússa og sveita þeirra í austurhluta Úkraínu og annarsstaðar í Rússlandi. Njósnaranir eru meðal annars sagðir hafa banað rússneskum kafbátaskipstjóra og Maríu Dúgínu, dóttur hins umdeilda heimspekins Alexander Dúgín. Ekki liggur fyrir að þessir hópar hafi komið að banatilræðinu á Tsarev en fjölmargir samstarfsmenn Rússa í Úkraínu hafa verið myrtir á undanförnum mánuðum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Segja Rússa taka eigin hermenn af lífi Yfirmenn í rússneska hernum taka eigin hermenn sem neita að fylgja skipunum af lífi og hafa hótað því að myrða heilu hersveitirnar, hörfi þær af víglínunum í Úkraínu. Þykir það til marks um lélegan baráttuanda rússneskra hersveita. 27. október 2023 13:37 Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot. 26. október 2023 13:18 Slóvakía hættir hernaðaraðstoð við Úkraínu Nýskipaður forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, tilkynnti fyrr í dag að stjórnvöld þar í landi muni stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu og hætta þátttöku landsins í viðskiptabanni gagnvart Rússlandi. 26. október 2023 13:15 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Sjá meira
Segja Rússa taka eigin hermenn af lífi Yfirmenn í rússneska hernum taka eigin hermenn sem neita að fylgja skipunum af lífi og hafa hótað því að myrða heilu hersveitirnar, hörfi þær af víglínunum í Úkraínu. Þykir það til marks um lélegan baráttuanda rússneskra hersveita. 27. október 2023 13:37
Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot. 26. október 2023 13:18
Slóvakía hættir hernaðaraðstoð við Úkraínu Nýskipaður forsætisráðherra Slóvakíu, Robert Fico, tilkynnti fyrr í dag að stjórnvöld þar í landi muni stöðva hernaðaraðstoð til Úkraínu og hætta þátttöku landsins í viðskiptabanni gagnvart Rússlandi. 26. október 2023 13:15