Íslenski boltinn

Vestri semur við markvörð sem var eitt sinn undir smásjá Milan

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andreas Søndergaard mun verja mark Vestra í Bestu deildinni á næsta tímabili.
Andreas Søndergaard mun verja mark Vestra í Bestu deildinni á næsta tímabili. getty/Malcolm Couzens

Nýliðar Vestra eru byrjaðir að styrkja sig fyrir tímabilið sem framundan er í Bestu deild karla.

Ísfirðingar hafa samið danska markvörðinn Andreas Søndergaard. Hann var síðast á mála hjá Swansea City en lék aldrei með liðinu.

Søndergaard er uppalinn hjá OB í Danmörku og vakti ungur mikla athygli, meðal annars AC Milan. Hann samdi hins vegar við Wolves 2019. Hann yfirgaf Úlfana í janúar en meðan hann var samningsbundinn þeim var hann lánaður til Randers í heimalandinu og Hereford í ensku F-deildinni.

Hinn 22 ára Søndergaard hefur leikið 21 leik fyrir yngri landslið Danmerkur.

Auk Søndergaards hefur Vestri fengið Andra Rúnar Bjarnason frá Val frá því síðasta tímabili lauk.

Vestri vann sér sæti í Bestu deildinni 2024 með því að vinna Aftureldingu í úrslitaleiks umspils á Laugardalsvelli í lok september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×