Erlent

Daníel dæmdur í allt að lífs­tíðar­fangelsi fyrir morðið á Pham

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Daníel gæti þurft að verja ævinni í fangelsi.
Daníel gæti þurft að verja ævinni í fangelsi. Skrifstofa saksóknaraembættisins í Kern sýslu

Daníel Gunnarsson hefur verið dæmdur í 27 ára til lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið fyrrverandi bekkjasystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt

Morðið átti sér stað 18. maí 2021 en dómur í málinu var kveðinn upp í ágúst síðastliðnum.

Daníel var fundinn sekur um að hafa myrt Pham í kjölfar þess að stuttu ástarsambandi þeirra lauk en í frétt á msn.com og lawandcrime.com segir að í aðdraganda morðsins hafi Daníel orðið aggressívur í garð Pham og meðal annars ekið á ofsahraða eitt sinn þegar hún var með honum í bílnum. 

Var Pham í símanum og veitti honum þar með ekki næga athygli.

Þá hefði Daníel kallað Pham „heimska tík“ þegar hún vildi ekki koma heim til hans og hann orðið reiður þegar ljóst varð að Pham endurgalt ekki tilfinningar hans.

Daníel er sagður hafa ráðist á Pham og banað henni með ísexi. Sló hann hana ítrekað og sundurlimaði þannig næstu líkið. Þegar komið var að honum stóð hann yfir líkinu ataður í blóði.

Daníel er 23 ára gamall og á íslenskan föður en móðir hans er af tékkneskum uppruna. Mæðginin fluttu til Ridgecrest í Kaliforníu, þar sem Daníel gekk í gagnfræðaskóla.


Tengdar fréttir

Daníel Gunnars­son fundinn sekur um morð og lim­lestingu á líki

Kviðdómur í Kaliforníu hefur komist að þeirri niðurstöðu að Íslendingurinn Daníel Gunnarsson sé sekur um morð af fyrstu gráðu og limlestingu á líki. Úrskurður var kveðinn upp í héraðsdómstólnum í Kern í Bakersfield síðastliðinn miðvikudag.

Daníel grunaður um að hafa stungið kærustu sína til bana með ís­­nál

Réttarhöld í máli Daníels Gunnarssonar hófust í Kaliforníu í seinustu viku. Íslendingurinn er ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu og limlestingu á líki. Hann er grunaður um að hafa orðið fyrrum bekkjarsystur sinni, hinni 21 árs gömlu Katie Pham, að bana á hrottalegan hátt. Vikurnar fyrir morðið höfðu þau átt í stuttu ástarsambandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×