Íbúum í Lewiston og nærliggjandi bæjum sagt að halda sig inni við Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. október 2023 12:32 Miðlum ber ekki saman um fjölda látinna en allt að 22 eru sagðir látnir og 50 til 60 særðir. Getty/Anadolu/Fatih Aktas Hundruð lögreglumanna leita nú Robert Card, 40 ára, sem er grunaður um að hafa orðið að minnsta kosti sextán að bana í tveimur skotárásum í borginni Lewiston í Maine í Bandaríkjunum. Fjöldi látinna og særðra er eitthvað á reiki en New York Times segist hafa heimildir fyrir því að sjö séu látnir hið minnsta en Washington Post og fleiri miðlar segja sextán. Þá er haft eftir löggæsluyfirvöldum að líklega muni talan hækka en tugir virðast hafa særst. Samkvæmt lögreglunni í Lewiston, þar sem íbúar eru um 38 þúsund talsins, lét árásarmaðurinn til skarar skríða í keilussalnum Just-In-Time Recreation, sem áður hét Sparetime Recreation. Þá var einnig tilkynnt um skotárás á veitingastaðnum Schemengees Bar and Grille, sem er í um sjö kílómetra fjarlægð. Keilumót barna stóð yfir í keilusalnum þegar árásin átti sér stað. The first reports of shootings in Lewiston, Maine, came around 7 p.m. Eastern. At least seven people were killed, and a suspect is still at large, the police said.Here s a timeline of what happened.https://t.co/dPepwRblCP— The New York Times (@nytimes) October 26, 2023 Samkvæmt upplýsingum frá ónafngreindum heimildarmönnum innan lögreglunnar er Card skotvopnakennari og liðsmaður í varaliði bandaríska hersins. Hann virðist hafa glímt við andleg veikindi og lá inni á stofnun í einhverjar vikur í sumar. Card hefur ekki fundist en umfangsmikil leit stendur yfir. Íbúum í Lewiston og í bæunum Lisbon og Bowdoin hefur verið skipað að halda sig inni og þá hefur verið gefið út að fjöldi skóla í ríkinu verði lokaður þar til Card hefur verið handsamaður. Hann er sagður vopnaður og hættulegur og fólk hvatt til þess að halda sig frá honum ef það sér hann. Ef rétt reynist að sextán séu látnir er um að ræða blóðugustu skotárásina í Bandaríkjunum í ár en á þessu ári hafa 34 skotárásir átt sér stað þar sem fórnarlömbin voru fjögur eða fleiri. Það er það viðmið sem Alríkislögreglan og Violence Project nota til að skilgreina fjöldadráp. We are expanding the shelter in place advisory and school closings to include the town of Bowdoin. Please stay inside your homes while more than 100 investigators, both local and federal work to locate Robert Card who is a person of interest in the Lewiston shootings. pic.twitter.com/dqixmXbJAX— Maine State Police (@MEStatePolice) October 26, 2023 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Fjöldi látinna og særðra er eitthvað á reiki en New York Times segist hafa heimildir fyrir því að sjö séu látnir hið minnsta en Washington Post og fleiri miðlar segja sextán. Þá er haft eftir löggæsluyfirvöldum að líklega muni talan hækka en tugir virðast hafa særst. Samkvæmt lögreglunni í Lewiston, þar sem íbúar eru um 38 þúsund talsins, lét árásarmaðurinn til skarar skríða í keilussalnum Just-In-Time Recreation, sem áður hét Sparetime Recreation. Þá var einnig tilkynnt um skotárás á veitingastaðnum Schemengees Bar and Grille, sem er í um sjö kílómetra fjarlægð. Keilumót barna stóð yfir í keilusalnum þegar árásin átti sér stað. The first reports of shootings in Lewiston, Maine, came around 7 p.m. Eastern. At least seven people were killed, and a suspect is still at large, the police said.Here s a timeline of what happened.https://t.co/dPepwRblCP— The New York Times (@nytimes) October 26, 2023 Samkvæmt upplýsingum frá ónafngreindum heimildarmönnum innan lögreglunnar er Card skotvopnakennari og liðsmaður í varaliði bandaríska hersins. Hann virðist hafa glímt við andleg veikindi og lá inni á stofnun í einhverjar vikur í sumar. Card hefur ekki fundist en umfangsmikil leit stendur yfir. Íbúum í Lewiston og í bæunum Lisbon og Bowdoin hefur verið skipað að halda sig inni og þá hefur verið gefið út að fjöldi skóla í ríkinu verði lokaður þar til Card hefur verið handsamaður. Hann er sagður vopnaður og hættulegur og fólk hvatt til þess að halda sig frá honum ef það sér hann. Ef rétt reynist að sextán séu látnir er um að ræða blóðugustu skotárásina í Bandaríkjunum í ár en á þessu ári hafa 34 skotárásir átt sér stað þar sem fórnarlömbin voru fjögur eða fleiri. Það er það viðmið sem Alríkislögreglan og Violence Project nota til að skilgreina fjöldadráp. We are expanding the shelter in place advisory and school closings to include the town of Bowdoin. Please stay inside your homes while more than 100 investigators, both local and federal work to locate Robert Card who is a person of interest in the Lewiston shootings. pic.twitter.com/dqixmXbJAX— Maine State Police (@MEStatePolice) October 26, 2023
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira