Skútumálið: Gat ekki sagt hvað væri á óljósri mynd úr síma sínum Jón Þór Stefánsson skrifar 26. október 2023 13:32 Henry Fleischer gat ekki tilgreint hvað væri að sjá á ljósmynd sem fannst í símanum hans. Vísir/Vilhelm Arnþrúður Þórarinsdóttir, héraðssaksóknari, varpaði í fyrradag mynd á skjá í Héraðsdómi Reykjavíkur. Erfitt var fyrir viðstadda að átta sig á því hvað væri á myndinni þar sem hún var mjög óskýr. Arnþrúður spurði Henry Fleischer, einn sakborning skútumálsins svokallaða, hvað væri á myndinni, en sagðist ekki vita það. Henry Fleischer er 34 ára gamall og er annar tveggja skipverja sem eru ákærðir í málinu. Hinn heitir Poul Frederik Olsen og er 54 ára. Þeir sigldu skútunni, sem innihélt tæplega 160 kíló af hassi, frá Danmörku og svo við Íslandsstrendur á leið sinni til Grænlands. Þriðji maðurinn og sá yngsti, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Mögulegt að myndin sýni efnin Líkt og áður segir var myndin sem saksóknari sýndi á skjá í aðalmeðferð skútumálsins í héraðsdómi máð og óskýr. Hana var að finna í síma Henry, sem sagði sjálfur að honum hafi verið send myndin. Því næst sýndi Arnþrúður mynd af hassinu sem lögregla tók þegar hún lagði hald á efnin. 157 kílóunum var komið fyrir í skútunni í nítján pakkningunum af þeirri mynd að dæma. Svo virðist sem pakkningarnar hafi verið svartar, hver og ein með mynd límda eða festa á sig. Þessar myndir á pakkningunum voru margar og ólíkar. Erfitt var að greina hvað væri á þeim, en blaðamanni tókst einungis að bera kennsl á hvað væri á einni pakkningunni, en það var merki breska bílaframleiðandans McLaren. Aftur sýndi saksóknari fyrri myndina og benti með því óbeint á nokkur líkindi milli hennar og pakkninganna. Mögulegt væri að óljósa myndin úr síma Henry sýndi eina af þessum nítján pakkningum. Arnþrúður Þórarinsdóttir rak málið fyrir héraðssaksóknara.Vísir/Vilhelm Aftur var Henry spurður hvort hann vissi hvað væri á myndinni úr síma sínum og hann gaf sama svarið. Hann vissi ekki hvað væri á myndinni. Hann ítrekaði að myndin væri í símanum vegna þess að hann hafi fengið hana senda, nánar tiltekið í gegnum Messenger. Þá sagðist Henry vera óviss um hvers vegna hann hafi fengið hana senda og að hann hafi einmitt velt því fyrir sér. Aðspurður um hver hafi sent myndina nefndi hann nafn manns sem kom ekki aftur upp í meðferð málsins. Henry Fleischer ræðir við verjanda sinn, Axel Kára Vignisson, í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Slóð peninganna skoðuð Í aðalmeðferð málsins var Henry mikið spurður út í peninga sem voru millifærðir inn á hann, nánar tiltekið 150 þúsund danskar krónur. Umræddur peningur var lagður inn á reikning hans af þremur aðilum, en þeir lögðu allir tvisvar inn á hann 25 þúsund danskar krónur á nokkurra daga tímabili. Aðspurður út í þessa þrjá einstaklinga sagðist Henry ekki kannast við neinn þeirra. Henry sagðist hafa haft samband við bankann og í samstarfi við bankastarfsmann hafi hann komið peningnum aftur í réttar hendur. Þá var hann allur lagður inn á einn og sama aðila, mann sem var ekki einn af þeim þremur sem lögðu inn á hann. Henry sagði að hann hafi fengið símtal og honum tilkynnt að ranglega hafi verið millifært á hann. Sá sem talaði við hann hafi veitt honum umræddar reikningsupplýsingar. Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Danmörk Grænland Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga Sjá meira
Arnþrúður spurði Henry Fleischer, einn sakborning skútumálsins svokallaða, hvað væri á myndinni, en sagðist ekki vita það. Henry Fleischer er 34 ára gamall og er annar tveggja skipverja sem eru ákærðir í málinu. Hinn heitir Poul Frederik Olsen og er 54 ára. Þeir sigldu skútunni, sem innihélt tæplega 160 kíló af hassi, frá Danmörku og svo við Íslandsstrendur á leið sinni til Grænlands. Þriðji maðurinn og sá yngsti, hinn 21 árs gamli Jonaz Rud Vodder, flaug til Íslands og fékk samkvæmt því sem fram kemur í ákærunni leiðbeiningar um kaup á búnaði og vistum. Mögulegt að myndin sýni efnin Líkt og áður segir var myndin sem saksóknari sýndi á skjá í aðalmeðferð skútumálsins í héraðsdómi máð og óskýr. Hana var að finna í síma Henry, sem sagði sjálfur að honum hafi verið send myndin. Því næst sýndi Arnþrúður mynd af hassinu sem lögregla tók þegar hún lagði hald á efnin. 157 kílóunum var komið fyrir í skútunni í nítján pakkningunum af þeirri mynd að dæma. Svo virðist sem pakkningarnar hafi verið svartar, hver og ein með mynd límda eða festa á sig. Þessar myndir á pakkningunum voru margar og ólíkar. Erfitt var að greina hvað væri á þeim, en blaðamanni tókst einungis að bera kennsl á hvað væri á einni pakkningunni, en það var merki breska bílaframleiðandans McLaren. Aftur sýndi saksóknari fyrri myndina og benti með því óbeint á nokkur líkindi milli hennar og pakkninganna. Mögulegt væri að óljósa myndin úr síma Henry sýndi eina af þessum nítján pakkningum. Arnþrúður Þórarinsdóttir rak málið fyrir héraðssaksóknara.Vísir/Vilhelm Aftur var Henry spurður hvort hann vissi hvað væri á myndinni úr síma sínum og hann gaf sama svarið. Hann vissi ekki hvað væri á myndinni. Hann ítrekaði að myndin væri í símanum vegna þess að hann hafi fengið hana senda, nánar tiltekið í gegnum Messenger. Þá sagðist Henry vera óviss um hvers vegna hann hafi fengið hana senda og að hann hafi einmitt velt því fyrir sér. Aðspurður um hver hafi sent myndina nefndi hann nafn manns sem kom ekki aftur upp í meðferð málsins. Henry Fleischer ræðir við verjanda sinn, Axel Kára Vignisson, í Héraðsdómi Reykjaness.Vísir/Vilhelm Slóð peninganna skoðuð Í aðalmeðferð málsins var Henry mikið spurður út í peninga sem voru millifærðir inn á hann, nánar tiltekið 150 þúsund danskar krónur. Umræddur peningur var lagður inn á reikning hans af þremur aðilum, en þeir lögðu allir tvisvar inn á hann 25 þúsund danskar krónur á nokkurra daga tímabili. Aðspurður út í þessa þrjá einstaklinga sagðist Henry ekki kannast við neinn þeirra. Henry sagðist hafa haft samband við bankann og í samstarfi við bankastarfsmann hafi hann komið peningnum aftur í réttar hendur. Þá var hann allur lagður inn á einn og sama aðila, mann sem var ekki einn af þeim þremur sem lögðu inn á hann. Henry sagði að hann hafi fengið símtal og honum tilkynnt að ranglega hafi verið millifært á hann. Sá sem talaði við hann hafi veitt honum umræddar reikningsupplýsingar.
Skútumálið 2023 Dómsmál Fíkniefnabrot Danmörk Grænland Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga Sjá meira