Stjórnarformaður Everton lést í gær: Hafði mikil áhrif á Rooney Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2023 10:30 Bill Kenwright með Wayne Roone og þáverandi stjóra Everton, David Moyes, þegar Rooney kom mjög ungur inn í Everton liðið. Getty/Neal Simpson Bill Kenwright, stjórnarformaður Everton, lést í gær 78 ára gamall. Margir hafa minnst hans eftir að fréttirnar bárust. Kenwright hafði verið í stjórn Everton frá árinu 1989 eða í 34 ár. Hann tók við stöðu stjórnarformanns á Goodison Park árið 2004. Kenwright hafði verið að glíma við krabbamein í lifrinni og fór í aðgerð fyrir átta vikum til að reyna að fjarlægja meinið. Hann náði sér ekki og lést í gær umkringdur fjölskyldu og ástvinum. Everton Football Club is in mourning following the death of Chairman Bill Kenwright CBE, who passed away peacefully last night aged 78, surrounded by his family and loved ones.— Everton (@Everton) October 24, 2023 Everton sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að mikil sorg sé innan félagsins vegna fráfallsins en þarna var félagið að missa þann mann sem hefur haldið þessari stöðu lengst af öllum undanfarin eitt hundrað ár. Kenwright hafði keypt stóran hlut í Everton tíu árum eftir að hann kom inn í stjórn félagsins. Hann seldi síðan 49,9 prósenta hlut Farhad Moshir árið 2016. Moshir hefur síðan haldið áfram að eignast hluti í félaginu og átti 94 prósent í Everton þegar hann seldi í september. Kenwright hjálpaði til við að sú sala gengi eftir. Wayne Rooney er einn þeirra sem hefur minnst Kenwright. „Eyðilagður yfir sorgartíðindum af Bill Kenwright. Ég hef þekkt Bill síðan að ég var ungur strákur og hann hafði mikil áhrif á mig, bæði á mig sem persónu sem og á minn feril. Merkur maður og gaf mér mikinn innblástur. Hugur minn er hjá fjölskyldu Bill og vinum,“ skrifaði Wayne Rooney. Devastated to hear the sad news about Bill Kenwright. Known Bill since I was young and he s had a huge impact on me as a person and my career. Great man and a big inspiration. Thoughts are with all Bill s family and friends pic.twitter.com/PKO3NSW5g7— Wayne Rooney (@WayneRooney) October 24, 2023 Andlát Enski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Kenwright hafði verið í stjórn Everton frá árinu 1989 eða í 34 ár. Hann tók við stöðu stjórnarformanns á Goodison Park árið 2004. Kenwright hafði verið að glíma við krabbamein í lifrinni og fór í aðgerð fyrir átta vikum til að reyna að fjarlægja meinið. Hann náði sér ekki og lést í gær umkringdur fjölskyldu og ástvinum. Everton Football Club is in mourning following the death of Chairman Bill Kenwright CBE, who passed away peacefully last night aged 78, surrounded by his family and loved ones.— Everton (@Everton) October 24, 2023 Everton sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að mikil sorg sé innan félagsins vegna fráfallsins en þarna var félagið að missa þann mann sem hefur haldið þessari stöðu lengst af öllum undanfarin eitt hundrað ár. Kenwright hafði keypt stóran hlut í Everton tíu árum eftir að hann kom inn í stjórn félagsins. Hann seldi síðan 49,9 prósenta hlut Farhad Moshir árið 2016. Moshir hefur síðan haldið áfram að eignast hluti í félaginu og átti 94 prósent í Everton þegar hann seldi í september. Kenwright hjálpaði til við að sú sala gengi eftir. Wayne Rooney er einn þeirra sem hefur minnst Kenwright. „Eyðilagður yfir sorgartíðindum af Bill Kenwright. Ég hef þekkt Bill síðan að ég var ungur strákur og hann hafði mikil áhrif á mig, bæði á mig sem persónu sem og á minn feril. Merkur maður og gaf mér mikinn innblástur. Hugur minn er hjá fjölskyldu Bill og vinum,“ skrifaði Wayne Rooney. Devastated to hear the sad news about Bill Kenwright. Known Bill since I was young and he s had a huge impact on me as a person and my career. Great man and a big inspiration. Thoughts are with all Bill s family and friends pic.twitter.com/PKO3NSW5g7— Wayne Rooney (@WayneRooney) October 24, 2023
Andlát Enski boltinn Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira