Stjórnarformaður Everton lést í gær: Hafði mikil áhrif á Rooney Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2023 10:30 Bill Kenwright með Wayne Roone og þáverandi stjóra Everton, David Moyes, þegar Rooney kom mjög ungur inn í Everton liðið. Getty/Neal Simpson Bill Kenwright, stjórnarformaður Everton, lést í gær 78 ára gamall. Margir hafa minnst hans eftir að fréttirnar bárust. Kenwright hafði verið í stjórn Everton frá árinu 1989 eða í 34 ár. Hann tók við stöðu stjórnarformanns á Goodison Park árið 2004. Kenwright hafði verið að glíma við krabbamein í lifrinni og fór í aðgerð fyrir átta vikum til að reyna að fjarlægja meinið. Hann náði sér ekki og lést í gær umkringdur fjölskyldu og ástvinum. Everton Football Club is in mourning following the death of Chairman Bill Kenwright CBE, who passed away peacefully last night aged 78, surrounded by his family and loved ones.— Everton (@Everton) October 24, 2023 Everton sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að mikil sorg sé innan félagsins vegna fráfallsins en þarna var félagið að missa þann mann sem hefur haldið þessari stöðu lengst af öllum undanfarin eitt hundrað ár. Kenwright hafði keypt stóran hlut í Everton tíu árum eftir að hann kom inn í stjórn félagsins. Hann seldi síðan 49,9 prósenta hlut Farhad Moshir árið 2016. Moshir hefur síðan haldið áfram að eignast hluti í félaginu og átti 94 prósent í Everton þegar hann seldi í september. Kenwright hjálpaði til við að sú sala gengi eftir. Wayne Rooney er einn þeirra sem hefur minnst Kenwright. „Eyðilagður yfir sorgartíðindum af Bill Kenwright. Ég hef þekkt Bill síðan að ég var ungur strákur og hann hafði mikil áhrif á mig, bæði á mig sem persónu sem og á minn feril. Merkur maður og gaf mér mikinn innblástur. Hugur minn er hjá fjölskyldu Bill og vinum,“ skrifaði Wayne Rooney. Devastated to hear the sad news about Bill Kenwright. Known Bill since I was young and he s had a huge impact on me as a person and my career. Great man and a big inspiration. Thoughts are with all Bill s family and friends pic.twitter.com/PKO3NSW5g7— Wayne Rooney (@WayneRooney) October 24, 2023 Andlát Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira
Kenwright hafði verið í stjórn Everton frá árinu 1989 eða í 34 ár. Hann tók við stöðu stjórnarformanns á Goodison Park árið 2004. Kenwright hafði verið að glíma við krabbamein í lifrinni og fór í aðgerð fyrir átta vikum til að reyna að fjarlægja meinið. Hann náði sér ekki og lést í gær umkringdur fjölskyldu og ástvinum. Everton Football Club is in mourning following the death of Chairman Bill Kenwright CBE, who passed away peacefully last night aged 78, surrounded by his family and loved ones.— Everton (@Everton) October 24, 2023 Everton sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að mikil sorg sé innan félagsins vegna fráfallsins en þarna var félagið að missa þann mann sem hefur haldið þessari stöðu lengst af öllum undanfarin eitt hundrað ár. Kenwright hafði keypt stóran hlut í Everton tíu árum eftir að hann kom inn í stjórn félagsins. Hann seldi síðan 49,9 prósenta hlut Farhad Moshir árið 2016. Moshir hefur síðan haldið áfram að eignast hluti í félaginu og átti 94 prósent í Everton þegar hann seldi í september. Kenwright hjálpaði til við að sú sala gengi eftir. Wayne Rooney er einn þeirra sem hefur minnst Kenwright. „Eyðilagður yfir sorgartíðindum af Bill Kenwright. Ég hef þekkt Bill síðan að ég var ungur strákur og hann hafði mikil áhrif á mig, bæði á mig sem persónu sem og á minn feril. Merkur maður og gaf mér mikinn innblástur. Hugur minn er hjá fjölskyldu Bill og vinum,“ skrifaði Wayne Rooney. Devastated to hear the sad news about Bill Kenwright. Known Bill since I was young and he s had a huge impact on me as a person and my career. Great man and a big inspiration. Thoughts are with all Bill s family and friends pic.twitter.com/PKO3NSW5g7— Wayne Rooney (@WayneRooney) October 24, 2023
Andlát Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Sjá meira