Fótbolti

Stjórnar­for­maður Everton lést í gær: Hafði mikil á­hrif á Rooney

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bill Kenwright með  Wayne Roone og þáverandi stjóra Everton, David Moyes, þegar Rooney kom mjög ungur inn í Everton liðið.
Bill Kenwright með  Wayne Roone og þáverandi stjóra Everton, David Moyes, þegar Rooney kom mjög ungur inn í Everton liðið. Getty/Neal Simpson

Bill Kenwright, stjórnarformaður Everton, lést í gær 78 ára gamall. Margir hafa minnst hans eftir að fréttirnar bárust.

Kenwright hafði verið í stjórn Everton frá árinu 1989 eða í 34 ár. Hann tók við stöðu stjórnarformanns á Goodison Park árið 2004.

Kenwright hafði verið að glíma við krabbamein í lifrinni og fór í aðgerð fyrir átta vikum til að reyna að fjarlægja meinið. Hann náði sér ekki og lést í gær umkringdur fjölskyldu og ástvinum.

Everton sendi frá sér yfirlýsingu þar sem kom fram að mikil sorg sé innan félagsins vegna fráfallsins en þarna var félagið að missa þann mann sem hefur haldið þessari stöðu lengst af öllum undanfarin eitt hundrað ár.

Kenwright hafði keypt stóran hlut í Everton tíu árum eftir að hann kom inn í stjórn félagsins. Hann seldi síðan 49,9 prósenta hlut Farhad Moshir árið 2016. Moshir hefur síðan haldið áfram að eignast hluti í félaginu og átti 94 prósent í Everton þegar hann seldi í september. Kenwright hjálpaði til við að sú sala gengi eftir.

Wayne Rooney er einn þeirra sem hefur minnst Kenwright. „Eyðilagður yfir sorgartíðindum af Bill Kenwright. Ég hef þekkt Bill síðan að ég var ungur strákur og hann hafði mikil áhrif á mig, bæði á mig sem persónu sem og á minn feril. Merkur maður og gaf mér mikinn innblástur. Hugur minn er hjá fjölskyldu Bill og vinum,“ skrifaði Wayne Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×