Mourinho sá rautt, lét Gomez heyra það og missir af næsta leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. október 2023 11:01 „Já ég er að tala við þig,“ gæti José Mourinho verið að segja hér. Silvia Lore/Getty Images Þrátt fyrir að vera orðinn sextugur á knattspyrnuþjálfarinn José Mourinho það til að leyfa skapi sínu að hlaupa með sig í gönur. Það gerðist síðast í gær, sunnudag, þegar lið hans vann mikilvægan sigur í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Frá því að Mourinho steig inn á stóra sviðið snemma á þessari öld hefur hann verið duglegur að koma sér á forsíður blaðanna. Hann vekur alla jafna mikla athygli og virðist einfaldlega elska að vera í sviðsljósinu. Þessi sextugi Portúgali er í dag þjálfari Roma á Ítalíu og þó langt sé síðan bæði félagið og José voru í titilbaráttu þá hefur hann engu gleymt. Stephan El Shaarawy tryggði Roma 1-0 sigur á Monza með marki á ögurstundu. Gestirnir í Monza höfðu verið manni færri í nærri klukkustund og lengi vel virtist sem Rómverjum myndi ekki takast að brjóta múrinn. Uppbótartími leiksins var töluverður og það var þá sem Mourinho sendi gestunum skýr skilaboð með ýmsum handabendingum. Virtist hann ýja að því að þeir vældu og töluðu einfaldlega of mikið. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. José Mourinho was sent off again. He will miss Roma's next Serie A match against his former side Inter. pic.twitter.com/knndWUdDDl— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) October 22, 2023 Mourinho var í vígahug er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik og þar fékk Papu Gómez, leikmaður AC Monza, að finna fyrir því. Sá var nýverið dæmdur í langt bann eftir að ólögleg efni fundust í blóðsýni hans. Ekki er langt síðan Gómez var spurður út í Mourinho en sagði hann þá að sín eina minning af Portúgalanum geðþekka hefði verið þegar Sevilla lagði lið hans í úrslitum Evrópudeildarinnar síðastliðið vor. Mourinho sagði við blaðamenn að hann væri með kvef en hann ætlaði sér alls ekki að taka neitt hóstasaft þar sem það gætu leynst einhver ólögleg efni í því. Þar sem Mourinho var rekinn upp í stúku missir hann af næsta leik Rómar sem er gegn hans gamla félagi Inter á sunnudaginn kemur, 29. október. Inter trónir á toppi Serie A með 22 stig að loknum níu leikjum á meðan Roma er í 7. sæti með 14 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Frá því að Mourinho steig inn á stóra sviðið snemma á þessari öld hefur hann verið duglegur að koma sér á forsíður blaðanna. Hann vekur alla jafna mikla athygli og virðist einfaldlega elska að vera í sviðsljósinu. Þessi sextugi Portúgali er í dag þjálfari Roma á Ítalíu og þó langt sé síðan bæði félagið og José voru í titilbaráttu þá hefur hann engu gleymt. Stephan El Shaarawy tryggði Roma 1-0 sigur á Monza með marki á ögurstundu. Gestirnir í Monza höfðu verið manni færri í nærri klukkustund og lengi vel virtist sem Rómverjum myndi ekki takast að brjóta múrinn. Uppbótartími leiksins var töluverður og það var þá sem Mourinho sendi gestunum skýr skilaboð með ýmsum handabendingum. Virtist hann ýja að því að þeir vældu og töluðu einfaldlega of mikið. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan. José Mourinho was sent off again. He will miss Roma's next Serie A match against his former side Inter. pic.twitter.com/knndWUdDDl— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) October 22, 2023 Mourinho var í vígahug er hann ræddi við fjölmiðla eftir leik og þar fékk Papu Gómez, leikmaður AC Monza, að finna fyrir því. Sá var nýverið dæmdur í langt bann eftir að ólögleg efni fundust í blóðsýni hans. Ekki er langt síðan Gómez var spurður út í Mourinho en sagði hann þá að sín eina minning af Portúgalanum geðþekka hefði verið þegar Sevilla lagði lið hans í úrslitum Evrópudeildarinnar síðastliðið vor. Mourinho sagði við blaðamenn að hann væri með kvef en hann ætlaði sér alls ekki að taka neitt hóstasaft þar sem það gætu leynst einhver ólögleg efni í því. Þar sem Mourinho var rekinn upp í stúku missir hann af næsta leik Rómar sem er gegn hans gamla félagi Inter á sunnudaginn kemur, 29. október. Inter trónir á toppi Serie A með 22 stig að loknum níu leikjum á meðan Roma er í 7. sæti með 14 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira