Ajax sóttu botnlið Utrecht heim og lentu 2-0 undir áður en Kristian tók til sinna ráða og skoraði tvö snotur mörk á þriggja mínútna kafla. Það dugði þó ekki til og Ajax töpuðu enn einum leiknum.
Ajax er aðeins með einn sigur í deildinni hingað til sem kom í ágúst og liðinu hefur ekki tekist að ná í sigur í síðustu átta leikjum í öllum keppnum, sem hefur aldrei áður gerst í sögu liðsins.
Til að bíta svo höfuðið af skömminni var leikurinn stöðvaður í stundarfjórðung vegna óláta stuðningsmanna Ajax, en þetta er ekki í fyrsta sinn á þessu tímabili sem þeir koma sér í vandræði.
Erfiðir tímar hjá Ajax þessa dagana en frammistaða hins unga Kristians er mögulega ljós í myrkinu. Hægt að sjá mörkin í spilaranum hér fyrir neðan.