Innlent

Tót­la hættir hjá Sam­tökunum '78

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Tótla segir það óljóst hvað nú taki við.
Tótla segir það óljóst hvað nú taki við. Vísir/Vilhelm

Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna '78, hefur tilkynnt að hún ætli að hætta störfum hjá samtökunum. 

„Eins þung skref og það eru að kveðja Samtökin ‘78 þá er ég mjög spennt að takast á við næsta áfanga í lífi mínu lífi. Því ég fann að það var kominn tími til að breyta til,“ segir Tótla í Facebook-færslu sem hún birti í dag.

Tótla hefur sinnt starfi fræðslustýru samtakanna síðastliðin fjögur ár og farið á fjöldann allan af vinnustöðum með hinseginfræðslur og haldið ótal erindi. Í Facebook-færslunni segir hún mikil forréttindi að fá að verja vinnudeginum í að tala við fólk og vonandi bæta líf og umhverfi annarra um leið.

Hún segir það óvíst hvað taki við, en að hún hafi farið í stjórnunarnám til að öðlast tæki og tól fyrir ný verkefni. „Það er kominn tími til að stökkva af stað og sjá í hverju þau felast,“ segir loks í færslunni. 


Tengdar fréttir

Hinseginvænn vinnustaður: Sæll, sæl, sælt

„Eldri fordómafullir karlar sem ráða stærri fyrirtækjum sem geta sýnt fordóma sína á hátt sem bitnar á hinsegin fólki,” eru meðal ummæla sem birt eru í samantekt um niðurstöður könnunar sem gerð var um stöðu hinsegin samfélagsins á vinnumarkaði í fyrra. Sú viðamesta til þessa.

Spilasjúkar mæðgur sem byrja daginn á spili og spjalli

Það ber ekki öllum saman um það hvenær Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78 vaknar á morgnana. Sjálf segist hún vakna klukkan sex en dæturnar eru því alls ekki sammála. Tótla segist hrærast í skipulögðu kaósi, með góða yfirsýn yfir skipulagið sem þó enginn annar gæti gengið inn í.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×