Fjórar breytingar á Liverpool liðinu | Engar hjá Everton Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2023 11:03 Mohamed Salah glímir við Vitaliy Mykolenko og Dwight McNeil Byrjunarlið Liverpool og Everton hafa verið gerð opinber fyrir leik liðanna í 9. umferð ensku úrvalsdeildinnar. Jurgen Klopp gerir fjórar breytingar frá 2-2 jafnteflinu gegn Brighton í síðustu umferð, Sean Dyche gerir engar breytingar á Everton liðinu frá 3-0 sigrinum gegn Bournemouth í síðustu umferð. Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, verður frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir á öxl í landsleik með Skotlandi á dögunum. Hann gengst bráðlega undir skurðhnífinn og spilar að öllum líkindum ekki fyrr en eftir að minnsta kosti þrjá mánuði. Kostas Tsimikas tekur hans stöðu á vellinum í dag en Jurgen Klopp, þjálfari liðsins, sagði á blaðamannafundi í gær að Joe Gomez væri sömuleiðis líklegur til að spila vinstra megin í fjarveru Robertson. Ibrahima Konaté kemur inn fyrir Joel Matip í vörnina við hlið Virgil Van Dijk, Trent Alexander-Arnold stillir sér svo upp í hægri bakverðinum. Ein breyting er gerð á miðsvæðinu en Ryan Gravenberch kemur inn fyrir Harvey Elliott og spilar sinn fyrsta leik sem byrjunarliðsmaður í ensku úrvalsdeildinni, auk hans eru það þeir Dominik Szoboslai og Alexis Mac Allister sem mynda þriggja manna miðjuna. Diogo Jota er fremsti maður á meðan Darwin Nunez vermir varamannabekkinn, Mohamed Salah og Luis Díaz eru úti á köntunum. Í marki Everton stendur Jordan Pickford vaktina að vana með James Tarkowski og Jarrad Branthwaite fyrir framan sig. Vitaly Mykolenko og Ashley Young eru hægri og vinstri bakvörður. James Garnes og Amadou Onana sitja saman á miðsvæðinu með Jack Harrison hægra megin og Dwight McNeil vinstra megin. Dominic Calwert Lewin leiðir línuna með Abdoulaye Doucouré í holunni fyrir aftan sig. Idrassa Gana Gueye er kominn aftur í hópinn en fær sér sæti á varamannabekknum eftir að hafa meiðst lítillega í upphitun fyrir síðasta leik. Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sjá meira
Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, verður frá vegna meiðsla sem hann varð fyrir á öxl í landsleik með Skotlandi á dögunum. Hann gengst bráðlega undir skurðhnífinn og spilar að öllum líkindum ekki fyrr en eftir að minnsta kosti þrjá mánuði. Kostas Tsimikas tekur hans stöðu á vellinum í dag en Jurgen Klopp, þjálfari liðsins, sagði á blaðamannafundi í gær að Joe Gomez væri sömuleiðis líklegur til að spila vinstra megin í fjarveru Robertson. Ibrahima Konaté kemur inn fyrir Joel Matip í vörnina við hlið Virgil Van Dijk, Trent Alexander-Arnold stillir sér svo upp í hægri bakverðinum. Ein breyting er gerð á miðsvæðinu en Ryan Gravenberch kemur inn fyrir Harvey Elliott og spilar sinn fyrsta leik sem byrjunarliðsmaður í ensku úrvalsdeildinni, auk hans eru það þeir Dominik Szoboslai og Alexis Mac Allister sem mynda þriggja manna miðjuna. Diogo Jota er fremsti maður á meðan Darwin Nunez vermir varamannabekkinn, Mohamed Salah og Luis Díaz eru úti á köntunum. Í marki Everton stendur Jordan Pickford vaktina að vana með James Tarkowski og Jarrad Branthwaite fyrir framan sig. Vitaly Mykolenko og Ashley Young eru hægri og vinstri bakvörður. James Garnes og Amadou Onana sitja saman á miðsvæðinu með Jack Harrison hægra megin og Dwight McNeil vinstra megin. Dominic Calwert Lewin leiðir línuna með Abdoulaye Doucouré í holunni fyrir aftan sig. Idrassa Gana Gueye er kominn aftur í hópinn en fær sér sæti á varamannabekknum eftir að hafa meiðst lítillega í upphitun fyrir síðasta leik.
Enski boltinn Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Fótbolti Fleiri fréttir Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sjá meira