Gomez dæmdur í tveggja ára bann fyrir lyfjamisnotkun Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. október 2023 10:01 Alejandro Darío Gómez var í byrjunarliði Argentínu í tveimur leikjum á HM í Katar 2022, fyrst í opnunarleik gegn Sádí-Arabíu og síðar gegn Ástralíu í 16-liða úrslitunum. Vísir Argentínski landsliðsmaðurinn og leikmaður AC Monza í ítölsku úrvalsdeildinni, Papu Gómez, hefur verið dæmdur í tveggja ára bann frá knattspyrnuiðkun af FIFA vegna misnotkunar á astmalyfjum. Terbútalín fannst í blóði leikmannsins eftir lyfjapróf sem var framkvæmt í október 2022, þegar Gómez var leikmaður Sevilla á Spáni. Lyfið veldur vöðvaslökun í lungnaberkjum, víkkar með því öndunarveginn og auðveldar öndun í keppnisleikjum. Félagið sem hann gekk til liðs við í september, AC Monza, hefur staðfest bannið á X-síðu sinni eftir tilkynningu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA. COMUNICATO UFFICIALE AC MONZA ▶️ https://t.co/7vXu0QqgEU pic.twitter.com/i6Dz10RjCB— AC Monza (@ACMonza) October 20, 2023 Í tilkynningunni segir að leikmaðurinn fái tveggja ára bann frá öllum keppnum eftir rannsókn á vegum sambandsins. Brotið kom í ljós þann 20. október 2022 eftir leik Sevilla gegn Valencia í spænsku úrvalsdeildinni. Gómez var leikmaður Atalanta á Ítalíu til margra ára áður en hann fluttist til Sevilla árið 2020 eftir ósætti við þjálfara liðsins, þessi 35 ára gamli leikmaður rifti svo samningnum við spænska félagið í september og fluttist aftur til Ítalíu þar sem hann spilaði tvo leiki áður en dómur var úrskurðaður. Hann varð Evrópudeildarmeistari með Sevilla og heimsmeistari með Argentínu á síðasta tímabili. Félagslið leikmannsins og argentíska landsliðið eru þó ekki í hættu á að þeir titlar verði dæmdir af þeim, til þess þyrftu tveir leikmenn úr öðru hvoru liðinu að vera dæmdir sekir um lyfjamisnotkun. Gómez hefur sjálfur neitað sök og sagt efnið hafa borist til sín án hans vitundar í gegnum hóstasaft barna sinna. Spænski boltinn HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Terbútalín fannst í blóði leikmannsins eftir lyfjapróf sem var framkvæmt í október 2022, þegar Gómez var leikmaður Sevilla á Spáni. Lyfið veldur vöðvaslökun í lungnaberkjum, víkkar með því öndunarveginn og auðveldar öndun í keppnisleikjum. Félagið sem hann gekk til liðs við í september, AC Monza, hefur staðfest bannið á X-síðu sinni eftir tilkynningu frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu FIFA. COMUNICATO UFFICIALE AC MONZA ▶️ https://t.co/7vXu0QqgEU pic.twitter.com/i6Dz10RjCB— AC Monza (@ACMonza) October 20, 2023 Í tilkynningunni segir að leikmaðurinn fái tveggja ára bann frá öllum keppnum eftir rannsókn á vegum sambandsins. Brotið kom í ljós þann 20. október 2022 eftir leik Sevilla gegn Valencia í spænsku úrvalsdeildinni. Gómez var leikmaður Atalanta á Ítalíu til margra ára áður en hann fluttist til Sevilla árið 2020 eftir ósætti við þjálfara liðsins, þessi 35 ára gamli leikmaður rifti svo samningnum við spænska félagið í september og fluttist aftur til Ítalíu þar sem hann spilaði tvo leiki áður en dómur var úrskurðaður. Hann varð Evrópudeildarmeistari með Sevilla og heimsmeistari með Argentínu á síðasta tímabili. Félagslið leikmannsins og argentíska landsliðið eru þó ekki í hættu á að þeir titlar verði dæmdir af þeim, til þess þyrftu tveir leikmenn úr öðru hvoru liðinu að vera dæmdir sekir um lyfjamisnotkun. Gómez hefur sjálfur neitað sök og sagt efnið hafa borist til sín án hans vitundar í gegnum hóstasaft barna sinna.
Spænski boltinn HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira