Grunaði sjálfan sig um græsku vegna leynihólfs Jón Þór Stefánsson skrifar 20. október 2023 14:13 Einn hinna ákærðu kom með vistir í skútuna í fjörunni við Garðskagavita á Reykjanesi. Skömmu síðar kom lögreglan um borð og fann fíkniefnin. Vísir/Vilhelm Einn þriggja danskra sakborninga sem er ákærður fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með innflutning á hassi með skútu, segist hafa grunað að fíkniefni væru í skútunni, þar sem hann hafi tekið eftir því að búið væri að útbúa leynihólf í hana. Hann hafi þó ekki vitað af þeim. Þá sagði hann að hann hafi átt að eignast skútuna þegar hann væri búinn að sigla henni á áfangastað þeirra í Grænlandi. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar yfir manninum, sem mun sæta gæsluvarðhaldi til áttunda nóvember. Skútan var sjósett frá Danmörku, en stoppaði á leið sinni á Íslandi. Mennirnir þrír hafa verið ákærðir fyrir að reyna að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Tveir þeirra voru um borð í skútunni, en sá þriðji kom hingað til lands að fyrirmælum óþekktra aðila til að hjálpa þeim með því að færa þeim vistir í fjörunni við Garðskagavita á Reykjanesi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er haft eftir öðrum skútumanninum að þeir hafi lent í óveðri á leið sinni sem hafi orðið til þess að þá vantaði byrgðir og eldsneyti og því stoppað á Íslandi. Sagði meira í hverri skýrslutöku Svo virðist sem hann hafi gefið meira og meira upp við hverja skýrslutöku lögreglu. Fyrst hafi hann haldið því fram að hann hefði enga vitneskju um fíkniefnin sem voru um borð og að gamall vinur hans hafi fengið hann til að sigla til Grænlands. Í annarri skýrslutöku sagði hann að honum hafi grunað að það væru fíkniefni í skútunni vegna áðurnefnds leynihólfs. Í þriðju skýrslutökunni sagði hann síðan að maðurinn sem fékk hann til verksins hafi látið hann hafa blað þar sem á stóð hvað hann ætti að gera. Hinn skútumaðurinn sagði þá í skemmtiferð Áður hefur verið greint frá framburði hins skútumannsins, en sá hefur haldið því fram að um hafi verið að ræða skemmtiferð í skútunni. Hann hafi vitað af hinum skútumanninum í meira en tíu ár, en þeir hafi þó ekki þekkt hvorn annan vel. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað af fíkniefnunum. Þá sagðist hann ekki muna hver hefði millifært á sig peningum til að kaupa skútuna. Fyrrverandi eigandi skútunnar framvísaði millifærslu upp á 150 þúsund danskar krónur, rúmar þrjár milljónir íslenskra króna. Fíkniefnabrot Dómsmál Skútumálið 2023 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Sjá meira
Þá sagði hann að hann hafi átt að eignast skútuna þegar hann væri búinn að sigla henni á áfangastað þeirra í Grænlandi. Þetta kemur fram í úrskurði Landsréttar yfir manninum, sem mun sæta gæsluvarðhaldi til áttunda nóvember. Skútan var sjósett frá Danmörku, en stoppaði á leið sinni á Íslandi. Mennirnir þrír hafa verið ákærðir fyrir að reyna að smygla tæplega 160 kílóum af hassi til Grænlands. Tveir þeirra voru um borð í skútunni, en sá þriðji kom hingað til lands að fyrirmælum óþekktra aðila til að hjálpa þeim með því að færa þeim vistir í fjörunni við Garðskagavita á Reykjanesi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum er haft eftir öðrum skútumanninum að þeir hafi lent í óveðri á leið sinni sem hafi orðið til þess að þá vantaði byrgðir og eldsneyti og því stoppað á Íslandi. Sagði meira í hverri skýrslutöku Svo virðist sem hann hafi gefið meira og meira upp við hverja skýrslutöku lögreglu. Fyrst hafi hann haldið því fram að hann hefði enga vitneskju um fíkniefnin sem voru um borð og að gamall vinur hans hafi fengið hann til að sigla til Grænlands. Í annarri skýrslutöku sagði hann að honum hafi grunað að það væru fíkniefni í skútunni vegna áðurnefnds leynihólfs. Í þriðju skýrslutökunni sagði hann síðan að maðurinn sem fékk hann til verksins hafi látið hann hafa blað þar sem á stóð hvað hann ætti að gera. Hinn skútumaðurinn sagði þá í skemmtiferð Áður hefur verið greint frá framburði hins skútumannsins, en sá hefur haldið því fram að um hafi verið að ræða skemmtiferð í skútunni. Hann hafi vitað af hinum skútumanninum í meira en tíu ár, en þeir hafi þó ekki þekkt hvorn annan vel. Hann hefur haldið því fram að hann hafi ekki vitað af fíkniefnunum. Þá sagðist hann ekki muna hver hefði millifært á sig peningum til að kaupa skútuna. Fyrrverandi eigandi skútunnar framvísaði millifærslu upp á 150 þúsund danskar krónur, rúmar þrjár milljónir íslenskra króna.
Fíkniefnabrot Dómsmál Skútumálið 2023 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Sjá meira