Steinar Þór mátti smala saman vitnum í Lindarhvolsmálinu Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2023 10:09 Steinar Þór Guðgeirsson var allt í öllu í Lindarhvoli og var svo lögmaður í málinu þegar Frigus II kærði eina söluna, þegar Klakka, áður Exista, var komið í hendur einkaaðila. vísir/vilhelm Úrskurðarnefnd lögmanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að Steinar Þór Guðgeirsson lögmaður hafi ekki brotið gegn siðareglum lögmanna þegar hann kallaði saman hóp vitna í Lindarhvolsmálinu. Ljóst er að þetta hefur vafist fyrir úrskurðarnefndinni því málið er reifað fram og til baka, úrskurðurinn er langur og einhver myndi segja þvælinn. Málið snýst um hvort Steinar Þór hafi gerst brotlegur við siðareglur með því að kalla saman hóp vitna, stjórn Lindarhvols, og fara yfir málin áður en til vitnaleiðslu kom. Sigurður Valtýsson forsvarsmaður Frigusar kærði þetta atriði til Lögmannafélagsins en Arnar Þór Stefánsson, lögmaður hans, vakti athygli á nástöðu Steinars Þórs við málflutning í héraði; að áður en til vitnaleiðslu kom hafi Steinar Þór fundað með öðrum vitnum, stjórn Lindarhvols. „Ég veit ekki hvort lögmaðurinn áttar sig á því hversu alvarlegt þetta er, að funda með nokkrum vitnum. Þá líklegast að rifja upp og fara yfir framburðina fyrir dómi,“ sagði Arnar Þór. Og óskaði eftir því við sama tækifæri að Steinar Þór viki sem lögmaður í málinu meðal annars vegna þess að hann sjálfur var mikilvægt vitni í málinu. Steinar Þór hélt því fram í sínum málflutningi að ástæða fundarins hafi verið aldur og heilsa Þórhalls Arasonar stjórnarformanns Lindarhvols, því hafi verið mikilvægt að rifja upp málsatvik með honum. Úrskurðarnefndin túlkar þennan þátt málsins svo að ekki hafi verið um að ræða samræmdan vitnisburð eða að vitni væru að samræma mál sitt. Í niðurstöðu segir óumdeilt að Steinar Þór hafi hitt hóp vitna á fundi þar sem málsatvik í aðdraganda aðalmeðferðar í fyrrnefndu dómsmáli voru rifjuð upp. „Þrátt fyrir það er ósannað að varnaraðili hafi haft áhrif á framburði vitnanna eða samstillt vitnisburðum þeirra líkt og sóknaraðili byggir á. Að virtum gögnum málsins þykir nefndinni ekkert fram komið í þessu máli sem styður þann málatilbúnað sóknaraðila. Þegar af þeirri ástæðu telst ósannað að varnaraðili hafi gert á hlut sóknaraðila með háttsemi sem stríði gegn lögum eða siðareglum lögmanna, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn.“ Starfsemi Lindarhvols Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir Frigus áfrýjar sýknu Lindarhvols og ríkisins Félagið Frigus II ehf hefur áfrýjað dómi héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Lindarhvol og íslenska ríkið voru sýknuð. Dómurinn féll þann 17. mars. 13. apríl 2023 15:41 Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Ljóst er að þetta hefur vafist fyrir úrskurðarnefndinni því málið er reifað fram og til baka, úrskurðurinn er langur og einhver myndi segja þvælinn. Málið snýst um hvort Steinar Þór hafi gerst brotlegur við siðareglur með því að kalla saman hóp vitna, stjórn Lindarhvols, og fara yfir málin áður en til vitnaleiðslu kom. Sigurður Valtýsson forsvarsmaður Frigusar kærði þetta atriði til Lögmannafélagsins en Arnar Þór Stefánsson, lögmaður hans, vakti athygli á nástöðu Steinars Þórs við málflutning í héraði; að áður en til vitnaleiðslu kom hafi Steinar Þór fundað með öðrum vitnum, stjórn Lindarhvols. „Ég veit ekki hvort lögmaðurinn áttar sig á því hversu alvarlegt þetta er, að funda með nokkrum vitnum. Þá líklegast að rifja upp og fara yfir framburðina fyrir dómi,“ sagði Arnar Þór. Og óskaði eftir því við sama tækifæri að Steinar Þór viki sem lögmaður í málinu meðal annars vegna þess að hann sjálfur var mikilvægt vitni í málinu. Steinar Þór hélt því fram í sínum málflutningi að ástæða fundarins hafi verið aldur og heilsa Þórhalls Arasonar stjórnarformanns Lindarhvols, því hafi verið mikilvægt að rifja upp málsatvik með honum. Úrskurðarnefndin túlkar þennan þátt málsins svo að ekki hafi verið um að ræða samræmdan vitnisburð eða að vitni væru að samræma mál sitt. Í niðurstöðu segir óumdeilt að Steinar Þór hafi hitt hóp vitna á fundi þar sem málsatvik í aðdraganda aðalmeðferðar í fyrrnefndu dómsmáli voru rifjuð upp. „Þrátt fyrir það er ósannað að varnaraðili hafi haft áhrif á framburði vitnanna eða samstillt vitnisburðum þeirra líkt og sóknaraðili byggir á. Að virtum gögnum málsins þykir nefndinni ekkert fram komið í þessu máli sem styður þann málatilbúnað sóknaraðila. Þegar af þeirri ástæðu telst ósannað að varnaraðili hafi gert á hlut sóknaraðila með háttsemi sem stríði gegn lögum eða siðareglum lögmanna, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn.“
Starfsemi Lindarhvols Dómsmál Lögmennska Tengdar fréttir Frigus áfrýjar sýknu Lindarhvols og ríkisins Félagið Frigus II ehf hefur áfrýjað dómi héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Lindarhvol og íslenska ríkið voru sýknuð. Dómurinn féll þann 17. mars. 13. apríl 2023 15:41 Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Frigus áfrýjar sýknu Lindarhvols og ríkisins Félagið Frigus II ehf hefur áfrýjað dómi héraðsdóms Reykjavíkur þar sem Lindarhvol og íslenska ríkið voru sýknuð. Dómurinn féll þann 17. mars. 13. apríl 2023 15:41
Krefst rúmra 650 milljón króna af Lindarhvoli og ríkinu Í morgun var aðalmeðferð í máli Frigusar II ehf á hendur Lindarhvoli ehf og íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður Fringusar, Arnar Þór Stefánsson, krefst þess að stefndu verði gert að greiða Frigusi óskipt 651.192.377 krónur með vöxtum og verðtryggingu frá 30. apríl 2019. 26. janúar 2023 14:15