UEFA hafnaði beiðni Blika og KSÍ: „Það eru ákveðin vonbrigði“ Aron Guðmundsson skrifar 20. október 2023 07:31 Gísli Eyjólfsson, leikmaður Breiðabliks í leik í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á dögunum Vísir/Hulda Margrét Evrópska knattspyrnusambandið (UEFA) hafnaði sameiginlegri beiðni knattspyrnudeildar Breiðabliks og KSÍ um að færa síðasta heimaleik liðsins í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu út fyrir landsteinana. Formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, Flosi Eiríksson, segir höfnun UEFA vissulega vonbrigði. Hann treystir þó á að Laugardalsvöllur verði í leikhæfu ástandi er Breiðablik tekur á móti Maccabi Tel Aviv í lok nóvember. „Síðasti leikur okkar í riðlakeppninni er heimaleikur þann 30. nóvember. Og eins og við öll vitum er allra veðra von hér á landi á þeim tíma,“ segir Flosi í samtali við Vísi. „Við vildum því bara kanna þann möguleika hjá UEFA hvort við mættum spila þann leik erlendis þar sem að er betra veður. Við ákváðum að kanna þennan möguleika þó svo að við hefðum vitað af því að UEFA gerir ráð fyrir því að lið spili alla sína heimaleiki á sama velli. KSÍ var með okkur í þvi að senda inn þessa beiðni en við fengum þau svör að slíkar breytingar séu ekki heimilar. Það eru ákveðin vonbrigði.“ Þrátt fyrir þessa beiðni voru Blikar ekki komnir með neina staðfesta kosti sem mögulegan leikstað erlendis. „Við vorum bara byrjuð að skoða þau mál en ekki með neitt fast í hendi. Við vildum fyrst sjá hvort við myndum fá grænt ljós á þessa beiðni. Þetta fór því ekkert lengra. Það er til fullt af fótboltavöllum í Evrópu.“ Það fylgir því mikill kostnaður að halda Laugardalsvelli leikhæfum á þessum árstíma og er það kostnaður sem KSÍ þarf að bera. Sambandið hefur leitað eftir aðstoð frá barna- og menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ til að ná þeim kostnaði niður og telur Flosi að þau mál séu að þokast í rétta átt. „Þau mál eru að mér vitandi á góðum rekspöl. Þær viðræður eru í fullum gangi en ég er ekki með það nákvæmlega á hreinu hvað hefur gerst undanfarna daga. Við gerum bara ráð fyrir því að völlurinn verði leikfær 9. og 30. nóvember.“ Tímabilinu hjá Blikum í keppnum hér heima fyrir er lokið og leita forráðamenn liðsins og þjálfarateymi nú leiða til þess að halda leikmönnum í góðu standi fyrir leikina sem eftir eru í Sambandsdeild Evrópu. Blikar eiga útileik gegn belgíska liðinu Gent á fimmtudaginn í næstu viku en liðið mun fyrir það halda út til Skotlands á laugardaginn kemur. Æfa þar í aðdraganda leiksins gegn Gent og meðal annars leika æfingarleik gegn varaliði skoska stórveldisins Glasgow Rangers. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira
„Síðasti leikur okkar í riðlakeppninni er heimaleikur þann 30. nóvember. Og eins og við öll vitum er allra veðra von hér á landi á þeim tíma,“ segir Flosi í samtali við Vísi. „Við vildum því bara kanna þann möguleika hjá UEFA hvort við mættum spila þann leik erlendis þar sem að er betra veður. Við ákváðum að kanna þennan möguleika þó svo að við hefðum vitað af því að UEFA gerir ráð fyrir því að lið spili alla sína heimaleiki á sama velli. KSÍ var með okkur í þvi að senda inn þessa beiðni en við fengum þau svör að slíkar breytingar séu ekki heimilar. Það eru ákveðin vonbrigði.“ Þrátt fyrir þessa beiðni voru Blikar ekki komnir með neina staðfesta kosti sem mögulegan leikstað erlendis. „Við vorum bara byrjuð að skoða þau mál en ekki með neitt fast í hendi. Við vildum fyrst sjá hvort við myndum fá grænt ljós á þessa beiðni. Þetta fór því ekkert lengra. Það er til fullt af fótboltavöllum í Evrópu.“ Það fylgir því mikill kostnaður að halda Laugardalsvelli leikhæfum á þessum árstíma og er það kostnaður sem KSÍ þarf að bera. Sambandið hefur leitað eftir aðstoð frá barna- og menntamálaráðuneyti, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ til að ná þeim kostnaði niður og telur Flosi að þau mál séu að þokast í rétta átt. „Þau mál eru að mér vitandi á góðum rekspöl. Þær viðræður eru í fullum gangi en ég er ekki með það nákvæmlega á hreinu hvað hefur gerst undanfarna daga. Við gerum bara ráð fyrir því að völlurinn verði leikfær 9. og 30. nóvember.“ Tímabilinu hjá Blikum í keppnum hér heima fyrir er lokið og leita forráðamenn liðsins og þjálfarateymi nú leiða til þess að halda leikmönnum í góðu standi fyrir leikina sem eftir eru í Sambandsdeild Evrópu. Blikar eiga útileik gegn belgíska liðinu Gent á fimmtudaginn í næstu viku en liðið mun fyrir það halda út til Skotlands á laugardaginn kemur. Æfa þar í aðdraganda leiksins gegn Gent og meðal annars leika æfingarleik gegn varaliði skoska stórveldisins Glasgow Rangers.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum Körfubolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA Sjá meira