„Alltaf haft þá skoðun að allir eigi rétt á að fá annað tækifæri til að sýna sig og sanna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. október 2023 08:02 Dyrnar inn í jamaíska landsliðið standa Mason Greenwood opnar að sögn Heimis Hallgrímssonar. vísir/sigurjón/getty Heimir Hallgrímsson segir ekkert launungarmál að hann vilji fá framherjann Mason Greenwood til að spila með jamaíska landsliðinu. Greenwood var handtekinn þann 30. janúar 2022 og ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Mál hans var nýlega fellt niður vegna ónægra sönnunargagna og hann fór í kjölfarið á láni frá Manchester United til Getafe. Hinn 22 ára lék sinn fyrsta og eina landsleik fyrir England gegn Íslandi í Þjóðadeildinni haustið 2020. Óvíst er hvort Greenwood muni leik aftur fyrir enska landsliðið en hann á möguleika á að spila fyrir það jamaíska þar sem faðir hans er frá landinu. Heimir hefur áhuga á að fá Greenwood í jamaíska landsliðið sem hann hefur stýrt undanfarið ár. „Hann er búinn að vera mikið í umræðunni, bæði fyrir gæði og það sem gekk á í hans einkalífi. En eins og aðrir þjálfarar vil ég hafa gæðaleikmenn í liðinu mínu. Ég ætla ekkert að fela það, ég væri spenntur fyrir því. En það er svo sem ekki mín ákvörðun. Það eru forsetinn, framkvæmdastjórinn og aðrir sem ákveða það hvort hann sé velkominn eða ekki. Þeir hafa báðir gefið það út að þeir myndu vilja fá hann. Dyrnar eru opnar fyrir hann ef hann vill koma til okkar,“ sagði Heimir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum. Greenwood skoraði sitt fyrsta mark fyrir Getafe á dögunum.getty/Juan Manuel Serrano Arce Heimir segist fylgjast með Greenwood líkt og öðrum leikmönnum sem eiga þess kost að spila fyrir jamaíska landsliðið. „Að sjálfsögðu. Þetta er spennandi leikmaður. En við erum að fylgjast með mörgum leikmönnum sem við vitum að geta spilað fyrir okkur og hafa látið vita að þeir hafi áhuga á því. Við erum að reyna að vinna okkar vinnu eins vel og við getum,“ sagði Heimir. En hefur Greenwood sjálfur áhuga á að spila fyrir Jamaíku? „Hann hefur gefið það út og æfir meira að segja í landsliðsbúningi Jamaíku. Þannig að hann hefur gefið það í skyn,“ svaraði Heimir. Klippa: Heimir um Greenwood Hann segir eflaust séu skiptar skoðanir á Jamaíku hvort Greenwood eigi að spila fyrir landsliðið. „Ég held að það sé eins og alls staðar, það eru alls konar skoðanir á því, og eðlilega. Hann fór til Spánar og það voru einhverjir sem voru á móti því og einhverjir með því. Þannig er það bara. Ég hef alltaf haft þá skoðun að allir eigi rétt á að fá annað tækifæri til að sýna sig og sanna. Maður fær ekki og nær ekki að þroskast nema maður geri mistök einhvers staðar á leiðinni og fái að bæta það upp.“ Horfa má á Heimi tala um Greenwood í spilaranum hér fyrir ofan. Fótbolti Mál Mason Greenwood Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sjá meira
Greenwood var handtekinn þann 30. janúar 2022 og ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Mál hans var nýlega fellt niður vegna ónægra sönnunargagna og hann fór í kjölfarið á láni frá Manchester United til Getafe. Hinn 22 ára lék sinn fyrsta og eina landsleik fyrir England gegn Íslandi í Þjóðadeildinni haustið 2020. Óvíst er hvort Greenwood muni leik aftur fyrir enska landsliðið en hann á möguleika á að spila fyrir það jamaíska þar sem faðir hans er frá landinu. Heimir hefur áhuga á að fá Greenwood í jamaíska landsliðið sem hann hefur stýrt undanfarið ár. „Hann er búinn að vera mikið í umræðunni, bæði fyrir gæði og það sem gekk á í hans einkalífi. En eins og aðrir þjálfarar vil ég hafa gæðaleikmenn í liðinu mínu. Ég ætla ekkert að fela það, ég væri spenntur fyrir því. En það er svo sem ekki mín ákvörðun. Það eru forsetinn, framkvæmdastjórinn og aðrir sem ákveða það hvort hann sé velkominn eða ekki. Þeir hafa báðir gefið það út að þeir myndu vilja fá hann. Dyrnar eru opnar fyrir hann ef hann vill koma til okkar,“ sagði Heimir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur í Sportpakkanum. Greenwood skoraði sitt fyrsta mark fyrir Getafe á dögunum.getty/Juan Manuel Serrano Arce Heimir segist fylgjast með Greenwood líkt og öðrum leikmönnum sem eiga þess kost að spila fyrir jamaíska landsliðið. „Að sjálfsögðu. Þetta er spennandi leikmaður. En við erum að fylgjast með mörgum leikmönnum sem við vitum að geta spilað fyrir okkur og hafa látið vita að þeir hafi áhuga á því. Við erum að reyna að vinna okkar vinnu eins vel og við getum,“ sagði Heimir. En hefur Greenwood sjálfur áhuga á að spila fyrir Jamaíku? „Hann hefur gefið það út og æfir meira að segja í landsliðsbúningi Jamaíku. Þannig að hann hefur gefið það í skyn,“ svaraði Heimir. Klippa: Heimir um Greenwood Hann segir eflaust séu skiptar skoðanir á Jamaíku hvort Greenwood eigi að spila fyrir landsliðið. „Ég held að það sé eins og alls staðar, það eru alls konar skoðanir á því, og eðlilega. Hann fór til Spánar og það voru einhverjir sem voru á móti því og einhverjir með því. Þannig er það bara. Ég hef alltaf haft þá skoðun að allir eigi rétt á að fá annað tækifæri til að sýna sig og sanna. Maður fær ekki og nær ekki að þroskast nema maður geri mistök einhvers staðar á leiðinni og fái að bæta það upp.“ Horfa má á Heimi tala um Greenwood í spilaranum hér fyrir ofan.
Fótbolti Mál Mason Greenwood Jamaíka Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Í beinni: Þýskaland - Danmörk | Þjóðverjar geta slökkt vonir Dana Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Sjá meira