Innlent

Ás­laug María ráðin að­stoðar­maður ríkis­stjórnarinnar

Árni Sæberg skrifar
Áslaug María Friðriksdóttir er nýr aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar.
Áslaug María Friðriksdóttir er nýr aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Stjórnarráðið

Áslaug María Friðriksdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Meginverkefni hennar verða tengd undirbúningi stjórnarskrárvinnu og samhæfingu mála milli ráðuneyta.

Í tilkynningu um ráðninguna segia að Áslaug María sé með MSc-próf í vinnusálfræði frá Háskólanum í Hertfordshire og BA-próf í sálfræði frá Háskóla Íslands. Hún hafi undanfarin ár unnið sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi á sviði stafrænna mála og mannauðsmála. 

Áður hafi hún meðal annars verið borgarfulltrúi, varaborgarfulltrúi og varaþingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn auk þess að starfa sem sérfræðingur í félagsmálaráðuneytinu.

Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar séu nú þrír talsins í samræmi við heimild í lögum um Stjórnarráð Íslands. Fyrir séu Henný Hinz og Dagný Jónsdóttir en Teitur Björn Einarsson hafi látið af störfum sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar í maí síðastliðnum þegar hann tók sæti á Alþingi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×