Sky: Fer peningurinn frá Ratcliffe kannski bara í vasann hjá Glazer fjölskyldunni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2023 09:30 Jim Ratcliffe á franska félagið OGC Nice og sést hér á leik með liðinu. Hann er hins vegar mikill stuðningsmaður Manchester United. EPA-EFE/SEBASTIEN NOGIER Stórar spurningar vakna eftir fréttir helgarinnar af eigendamálum Manchester United. Framhaldssagan endalausa af sölunni á United er fyrir löngu orðin að hálfgerðri hryllingsmynd fyrir stuðningsmenn Manchester United. Nýjustu fréttir eru að Sheik Jassim hafi dregið til baka fimm milljarða punda tilboð sitt og líklegasta niðurstaðan sé að fyrirtæki Sir Jim Ratcliffe kaupi 25 prósenta hlut í félaginu. Glazer fjölskyldan hefur dregið þessa tvo mögulegu kaupendur á asnaeyrunum í langan tíma og nú lítur út fyrir að Katarbúarnir hafi fengið sig fullsadda á því. Fimm milljarða tilboð þeirra hefði keypt Glazer fjölskylduna algjörlega út úr félaginu sem eru draumur flestra stuðningsmanna United. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Nú er staðan sú að stuðningsmenn United þurfa að lifa áfram með Glazer fjölskyldunni og þeir þurfa meira að segja að hafa áhyggjur af því að bandarísku eigendurnir haldi áfram að kreista pening út úr félaginu. Kaveh Solhekol hjá Sky Sports hefur fylgst vel með gangi mála í söluferlinu á Manchester United og hann sagði enn eina óvissuna nú komna upp. Ratcliffe mun koma með 1,3 milljarða punda inn í félagið en Solhekol vill fá svar við nokkrum spurningum. „Hvaðan eru þessir peningar að koma og hvert munu þessir peningar fara? Munu þessir peningar fara í vasann hjá Glazer fjölskyldunni eða verða þeir notaðir til að endurbyggja Old Trafford. Fara þeir í kaup á nýjum leikmönnum,“ spyr Kaveh Solhekol og heldur áfram: „Ég býst líka við því að 33 prósent af þessum peningum fari til hluthafanna í félaginu sem eiga í félaginu. 33 prósent af þessum peningi er því gufaður upp strax. Þetta eru spurningar sem stuðningsmenn United vilja fá svör við,“ sagði Solhekol. „Hvað vill Sir Jim Ratcliffe gera? Verður hann sáttur með að eiga bara 25 prósent af félaginu? Vill hann eignast allt félagið? Munum við heyra eitthvað um hvað Glazer fjölskyldan vill gera,“ spyr Solhekol áfram. „Eins og staðan er núna þá lítur út fyrir það að þessi staða henti vel Glazer fjölskyldunni en ég er ekki viss um að þetta sé gott fyrir framtíð Manchester United,“ sagði Solhekol eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Nýjustu fréttir eru að Sheik Jassim hafi dregið til baka fimm milljarða punda tilboð sitt og líklegasta niðurstaðan sé að fyrirtæki Sir Jim Ratcliffe kaupi 25 prósenta hlut í félaginu. Glazer fjölskyldan hefur dregið þessa tvo mögulegu kaupendur á asnaeyrunum í langan tíma og nú lítur út fyrir að Katarbúarnir hafi fengið sig fullsadda á því. Fimm milljarða tilboð þeirra hefði keypt Glazer fjölskylduna algjörlega út úr félaginu sem eru draumur flestra stuðningsmanna United. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Nú er staðan sú að stuðningsmenn United þurfa að lifa áfram með Glazer fjölskyldunni og þeir þurfa meira að segja að hafa áhyggjur af því að bandarísku eigendurnir haldi áfram að kreista pening út úr félaginu. Kaveh Solhekol hjá Sky Sports hefur fylgst vel með gangi mála í söluferlinu á Manchester United og hann sagði enn eina óvissuna nú komna upp. Ratcliffe mun koma með 1,3 milljarða punda inn í félagið en Solhekol vill fá svar við nokkrum spurningum. „Hvaðan eru þessir peningar að koma og hvert munu þessir peningar fara? Munu þessir peningar fara í vasann hjá Glazer fjölskyldunni eða verða þeir notaðir til að endurbyggja Old Trafford. Fara þeir í kaup á nýjum leikmönnum,“ spyr Kaveh Solhekol og heldur áfram: „Ég býst líka við því að 33 prósent af þessum peningum fari til hluthafanna í félaginu sem eiga í félaginu. 33 prósent af þessum peningi er því gufaður upp strax. Þetta eru spurningar sem stuðningsmenn United vilja fá svör við,“ sagði Solhekol. „Hvað vill Sir Jim Ratcliffe gera? Verður hann sáttur með að eiga bara 25 prósent af félaginu? Vill hann eignast allt félagið? Munum við heyra eitthvað um hvað Glazer fjölskyldan vill gera,“ spyr Solhekol áfram. „Eins og staðan er núna þá lítur út fyrir það að þessi staða henti vel Glazer fjölskyldunni en ég er ekki viss um að þetta sé gott fyrir framtíð Manchester United,“ sagði Solhekol eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira