Kosningar í Póllandi: Tvísýnt hvernig fer Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. október 2023 08:33 Donald Tusk er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins. Óvíst er hver mun geta myndað stjórn að kosningum loknum. EPA-EFE/ZBIGNIEW MEISSNER Kjördagur er runninn upp í Póllandi þar sem þingkosningar fara fram í dag. Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun að staðartíma og verða þeir opnir þar til klukkan níu í kvöld. Samhliða ganga Pólverjar til þjóðaratkvæðagreiðslu um fjögur mál. Miðað við skoðanakannanir er alls óvíst hver mun geta myndað stjórn að kosningunum loknum og eru allar líkur á að mynda þurfi samsteypustjórn. Eins og Vísir hefur greint frá er tvísýnt um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í kosningunum. Flokkurinn hefur verið við völd undanfarin tvö kjörtímabil, frá því árið 2015. Búist er við því að fimm flokkar muni ná inn á þing að þessu sinni. 29 milljónir pólskra ríkisborgara hafa kjörgengi. 460 þingmenn eru í neðri deild pólska þingsins og hundrað í efri deild. 31 þúsund kjörstaðir verða opnir í dag og verða útgönguspár gefnar út klukkan 21:00 í kvöld að pólskum tíma, eða klukkan 19:00 að íslenskum. Samhliða kosningunum hafa fjögur mál verið lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu af stjórnarflokknum Lög og réttlæti. Pólskir kjósendur verða spurðir um afstöðu sína til innflytjenda, um skoðanir sínar á vegg við landamær landsins að Hvíta-Rússlandi, hækkun eftirlaunaaldurs og sölu á ríkiseignum. Samsteypustjórn í kortunum Flokkarnir þrír sem væru skýrasti valkosturinn við Lög og réttlæti; Borgaravettvangur Donalds Tusk, fyrrverandi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Þriðja leið miðjuflokkanna og Sósíaldemókratar, mælast saman með meira fylgi en miðað við dreifingu atkvæða stefnir í að þeir næðu ekki meirihluta á þingi. Fastlega er gert ráð fyrir að flokkar muni þurfa að mynda samsteypustjórn að kosningunum loknum með smærri flokkum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um kosningarnar. Lög og réttlæti mælist með á milli 31 til 36 prósenta fylgi en Borgaravettvangur hefur mælst með nokkrum prósentustigum minna. Donald Tusk, formaður Borgaravettvangsins, vill mynda ríkisstjórn með Þriðju leið miðjuflokkanna og Sósíaldemókrötum á meðan talið er að það stefni í að Lög og réttlæti muni þurfa að reiða sig á stuðning flokka sem eru yst á hægri skala stjórnmálanna í Póllandi. Pólland Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Eins og Vísir hefur greint frá er tvísýnt um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í kosningunum. Flokkurinn hefur verið við völd undanfarin tvö kjörtímabil, frá því árið 2015. Búist er við því að fimm flokkar muni ná inn á þing að þessu sinni. 29 milljónir pólskra ríkisborgara hafa kjörgengi. 460 þingmenn eru í neðri deild pólska þingsins og hundrað í efri deild. 31 þúsund kjörstaðir verða opnir í dag og verða útgönguspár gefnar út klukkan 21:00 í kvöld að pólskum tíma, eða klukkan 19:00 að íslenskum. Samhliða kosningunum hafa fjögur mál verið lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu af stjórnarflokknum Lög og réttlæti. Pólskir kjósendur verða spurðir um afstöðu sína til innflytjenda, um skoðanir sínar á vegg við landamær landsins að Hvíta-Rússlandi, hækkun eftirlaunaaldurs og sölu á ríkiseignum. Samsteypustjórn í kortunum Flokkarnir þrír sem væru skýrasti valkosturinn við Lög og réttlæti; Borgaravettvangur Donalds Tusk, fyrrverandi forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Þriðja leið miðjuflokkanna og Sósíaldemókratar, mælast saman með meira fylgi en miðað við dreifingu atkvæða stefnir í að þeir næðu ekki meirihluta á þingi. Fastlega er gert ráð fyrir að flokkar muni þurfa að mynda samsteypustjórn að kosningunum loknum með smærri flokkum, að því er fram kemur í umfjöllun Guardian um kosningarnar. Lög og réttlæti mælist með á milli 31 til 36 prósenta fylgi en Borgaravettvangur hefur mælst með nokkrum prósentustigum minna. Donald Tusk, formaður Borgaravettvangsins, vill mynda ríkisstjórn með Þriðju leið miðjuflokkanna og Sósíaldemókrötum á meðan talið er að það stefni í að Lög og réttlæti muni þurfa að reiða sig á stuðning flokka sem eru yst á hægri skala stjórnmálanna í Póllandi.
Pólland Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira