Erlent

Kosningar í Pól­landi: Tví­sýnt hvernig fer

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Donald Tusk er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins. Óvíst er hver mun geta myndað stjórn að kosningum loknum.
Donald Tusk er leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins. Óvíst er hver mun geta myndað stjórn að kosningum loknum. EPA-EFE/ZBIGNIEW MEISSNER

Kjör­dagur er runninn upp í Pól­landi þar sem þing­kosningar fara fram í dag. Kjör­staðir opnuðu klukkan sjö í morgun að staðar­tíma og verða þeir opnir þar til klukkan níu í kvöld. Sam­hliða ganga Pól­verjar til þjóðar­at­kvæða­greiðslu um fjögur mál. Miðað við skoðana­kannanir er alls ó­víst hver mun geta myndað stjórn að kosningunum loknum og eru allar líkur á að mynda þurfi sam­steypu­stjórn.

Eins og Vísir hefur greint frá er tví­sýnt um hvort að Lög og rétt­læti, stjórnar­flokkur Pól­lands, nái hreinum meiri­hluta í kosningunum. Flokkurinn hefur verið við völd undan­farin tvö kjör­tíma­bil, frá því árið 2015. Búist er við því að fimm flokkar muni ná inn á þing að þessu sinni.

29 milljónir pólskra ríkis­borgara hafa kjör­gengi. 460 þing­menn eru í neðri deild pólska þingsins og hundrað í efri deild. 31 þúsund kjör­staðir verða opnir í dag og verða út­göngu­spár gefnar út klukkan 21:00 í kvöld að pólskum tíma, eða klukkan 19:00 að ís­lenskum.

Sam­hliða kosningunum hafa fjögur mál verið lögð í þjóðar­at­kvæða­greiðslu af stjórnar­flokknum Lög og rétt­læti. Pólskir kjós­endur verða spurðir um af­stöðu sína til inn­flytj­enda, um skoðanir sínar á vegg við landa­mær landsins að Hvíta-Rúss­landi, hækkun eftir­launa­aldurs og sölu á ríkis­eignum.

Sam­steypu­stjórn í kortunum

Flokkarnir þrír sem væru skýrasti val­kosturinn við Lög og rétt­læti; Borgara­vett­vangur Donalds Tusk, fyrr­verandi for­seta leið­toga­ráðs Evrópu­sam­bandsins, Þriðja leið miðju­flokkanna og Sósíal­demó­kratar, mælast saman með meira fylgi en miðað við dreifingu at­kvæða stefnir í að þeir næðu ekki meiri­hluta á þingi.

Fast­lega er gert ráð fyrir að flokkar muni þurfa að mynda sam­steypu­stjórn að kosningunum loknum með smærri flokkum, að því er fram kemur í um­fjöllun Guar­dian um kosningarnar. Lög og rétt­læti mælist með á milli 31 til 36 prósenta fylgi en Borgara­vett­vangur hefur mælst með nokkrum prósentu­stigum minna.

Donald Tusk, for­maður Borgara­vett­vangsins, vill mynda ríkis­stjórn með Þriðju leið miðju­flokkanna og Sósíal­demó­krötum á meðan talið er að það stefni í að Lög og rétt­læti muni þurfa að reiða sig á stuðning flokka sem eru yst á hægri skala stjórn­málanna í Pól­landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×