Fótbolti

Óskar Hrafn tekur að öllum líkindum við Haugesund

Dagur Lárusson skrifar
Óskar Hrafn, fyrrum þjálfari Breiðabliks.
Óskar Hrafn, fyrrum þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét

Haugesund og Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrum þjálfari Breiðabliks, eru hársbreidd frá því að ná samkomulagi.

Óskar Hrafn var látinn fara frá Breiðablik eftir síðasta leik liðsins gegn Stjörnunni í Bestu deild karla um síðustu helgi en sú ákvörðun Breiðabliks vakti mikla athygli. 

Fyrrum aðstoðarmaður Óskars, Halldór Árnason, tók við Breiðablik í kjölfarið og hefur fengið þriggja ára samning.

En nýjustu fréttir frá Noregi hljóða svo að Óskar Hrafn muni að öllum líkindum taka við liði Haugesund sem spilar í efstu deild Noregs en liðinu hefur gengið illa upp á síðkastið og situr í þrettánda sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Óskar Hrafn hættur störfum sem þjálfari Breiðabliks

Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur tilkynnt starfslok sín hjá Breiðablik. Hann óskaði þess sjálfur að klára riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með félaginu en var tilkynnt á föstudag að svo yrði ekki og hann myndi láta af störfum eftir leik Breiðabliks gegn Stjörnunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×