„Þegar við spilum eins og í fyrri hálfleik erum við hörkufótboltalið“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2023 21:09 Sverrir Ingi Ingason var fyrirliði Íslands í kvöld. Hér fagnar íslenska liðið marki sínu í fyrri hálfleik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sverrir Ingi Ingason bar fyrirliðabandið á Laugardalsvelli í kvöld og var eins og aðrir Íslendingar afar svekktur eftir 1-1 jafnteflið við Lúxemborg í undankeppni EM í fótbolta. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en fékk á sig jöfnunarmark strax í upphafi seinni hálfleiksins. „Við áttum mjög góðan fyrri hálfleik, náðum að fara hátt á þá, pressa þá og nota svolítið vindinn. Við fengum að minnsta kosti þrjú góð færi til að koma okkur í mjög góða stöðu í fyrri hálfleik. En við komum svolítið sofandi í byrjun seinni hálfleiks og fáum mark allt of snemma á okkur. Eftir það var þetta barningur, völlurinn erfiður til að skapa eitthvað og mikið um seinni bolta og návígi. En við fengum 1-2 fína sénsa til að ná að setja annað markið en það féll ekki fyrir okkur,“ sagði Sverrir Ingi. Klippa: Sverrir Ingi eftir Lúxemborgarleikinn En hvað gerðist í markinu sem gestirnir skoruðu? „Þeir fara hærra á okkur, við erum yfir, og setja okkur undir pressu. Við þurfum að spila svolítið annan leik, lendum svolítið undir og þeir koma hlaupandi á okkur. Það gerðist í markinu sem þeir skoruðu. En fyrir utan það sköpuðu þeir sér engin færi, fyrir utan í restina. Þetta var ódýrt mark að fá á sig, mikil vonbrigði og dró svolítið úr okkur.“ Sverrir og félagar þurfa nú að búa sig undir leik við Liechtenstein á mánudagskvöld en þar er að litlu að keppa fyrir Ísland þar sem möguleikinn á að komast beint á EM er úr sögunni. „Við þurfum að nýta þann leik vel. Það var margt gott í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta var svipað og í Slóvakíuleiknum í sumar, þar sem við áttum mjög góðan fyrri hálfleik en náðum ekki að tengja tvo hálfleiki saman. Við þurfum að gera það á mánudaginn. Við sáum að þegar við spilum eins og í fyrri hálfleik þá erum við hörkufótboltalið, sköpuðum mikið af færum og hefðum átt að ganga frá leiknum á því mómenti,“ sagði Sverrir. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Orri Steinn: Blendnar tilfinningar eftir þennan leik Orri Steinn Óskarsson opnaði markareikning sinn fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta þegar hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg í leik liðanna í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. 13. október 2023 21:21 Einkunnir Íslands: Orri Steinn bestur Ísland tók á móti Lúxemborg í áttundu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli. Ísland var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var yfir í hálfleik með marki frá Orra Steini Óskarssyni. 13. október 2023 21:13 Gylfi Þór: Yndislegt að snúa aftur á Laugardalsvöll Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði jafntefli gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. Gylfi Þór sagði tilfinninguna að spila aftur á Laugardalsvellinum yndislega. 13. október 2023 20:51 Umræða um landsleikinn á Twitter | Orri Steinn er nýr Kolbeinn Sigþórs Íslenskir fótboltaáhugamenn eru að ræða frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter. 13. október 2023 19:36 Umfjöllun: Ísland - Lúxemborg 1-1 | Sár vonbrigði í endurkomu Gylfa Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli í kvöld. Þar með er vonin um að komast beint á EM úr undankeppninni algjörlega úr sögunni. 13. október 2023 21:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Sjá meira
Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en fékk á sig jöfnunarmark strax í upphafi seinni hálfleiksins. „Við áttum mjög góðan fyrri hálfleik, náðum að fara hátt á þá, pressa þá og nota svolítið vindinn. Við fengum að minnsta kosti þrjú góð færi til að koma okkur í mjög góða stöðu í fyrri hálfleik. En við komum svolítið sofandi í byrjun seinni hálfleiks og fáum mark allt of snemma á okkur. Eftir það var þetta barningur, völlurinn erfiður til að skapa eitthvað og mikið um seinni bolta og návígi. En við fengum 1-2 fína sénsa til að ná að setja annað markið en það féll ekki fyrir okkur,“ sagði Sverrir Ingi. Klippa: Sverrir Ingi eftir Lúxemborgarleikinn En hvað gerðist í markinu sem gestirnir skoruðu? „Þeir fara hærra á okkur, við erum yfir, og setja okkur undir pressu. Við þurfum að spila svolítið annan leik, lendum svolítið undir og þeir koma hlaupandi á okkur. Það gerðist í markinu sem þeir skoruðu. En fyrir utan það sköpuðu þeir sér engin færi, fyrir utan í restina. Þetta var ódýrt mark að fá á sig, mikil vonbrigði og dró svolítið úr okkur.“ Sverrir og félagar þurfa nú að búa sig undir leik við Liechtenstein á mánudagskvöld en þar er að litlu að keppa fyrir Ísland þar sem möguleikinn á að komast beint á EM er úr sögunni. „Við þurfum að nýta þann leik vel. Það var margt gott í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta var svipað og í Slóvakíuleiknum í sumar, þar sem við áttum mjög góðan fyrri hálfleik en náðum ekki að tengja tvo hálfleiki saman. Við þurfum að gera það á mánudaginn. Við sáum að þegar við spilum eins og í fyrri hálfleik þá erum við hörkufótboltalið, sköpuðum mikið af færum og hefðum átt að ganga frá leiknum á því mómenti,“ sagði Sverrir.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Orri Steinn: Blendnar tilfinningar eftir þennan leik Orri Steinn Óskarsson opnaði markareikning sinn fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta þegar hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg í leik liðanna í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. 13. október 2023 21:21 Einkunnir Íslands: Orri Steinn bestur Ísland tók á móti Lúxemborg í áttundu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli. Ísland var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var yfir í hálfleik með marki frá Orra Steini Óskarssyni. 13. október 2023 21:13 Gylfi Þór: Yndislegt að snúa aftur á Laugardalsvöll Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði jafntefli gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. Gylfi Þór sagði tilfinninguna að spila aftur á Laugardalsvellinum yndislega. 13. október 2023 20:51 Umræða um landsleikinn á Twitter | Orri Steinn er nýr Kolbeinn Sigþórs Íslenskir fótboltaáhugamenn eru að ræða frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter. 13. október 2023 19:36 Umfjöllun: Ísland - Lúxemborg 1-1 | Sár vonbrigði í endurkomu Gylfa Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli í kvöld. Þar með er vonin um að komast beint á EM úr undankeppninni algjörlega úr sögunni. 13. október 2023 21:30 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Fleiri fréttir „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Sjá meira
Orri Steinn: Blendnar tilfinningar eftir þennan leik Orri Steinn Óskarsson opnaði markareikning sinn fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta þegar hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg í leik liðanna í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. 13. október 2023 21:21
Einkunnir Íslands: Orri Steinn bestur Ísland tók á móti Lúxemborg í áttundu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli. Ísland var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var yfir í hálfleik með marki frá Orra Steini Óskarssyni. 13. október 2023 21:13
Gylfi Þór: Yndislegt að snúa aftur á Laugardalsvöll Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði jafntefli gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. Gylfi Þór sagði tilfinninguna að spila aftur á Laugardalsvellinum yndislega. 13. október 2023 20:51
Umræða um landsleikinn á Twitter | Orri Steinn er nýr Kolbeinn Sigþórs Íslenskir fótboltaáhugamenn eru að ræða frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter. 13. október 2023 19:36
Umfjöllun: Ísland - Lúxemborg 1-1 | Sár vonbrigði í endurkomu Gylfa Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli í kvöld. Þar með er vonin um að komast beint á EM úr undankeppninni algjörlega úr sögunni. 13. október 2023 21:30