„Þegar við spilum eins og í fyrri hálfleik erum við hörkufótboltalið“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2023 21:09 Sverrir Ingi Ingason var fyrirliði Íslands í kvöld. Hér fagnar íslenska liðið marki sínu í fyrri hálfleik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Sverrir Ingi Ingason bar fyrirliðabandið á Laugardalsvelli í kvöld og var eins og aðrir Íslendingar afar svekktur eftir 1-1 jafnteflið við Lúxemborg í undankeppni EM í fótbolta. Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en fékk á sig jöfnunarmark strax í upphafi seinni hálfleiksins. „Við áttum mjög góðan fyrri hálfleik, náðum að fara hátt á þá, pressa þá og nota svolítið vindinn. Við fengum að minnsta kosti þrjú góð færi til að koma okkur í mjög góða stöðu í fyrri hálfleik. En við komum svolítið sofandi í byrjun seinni hálfleiks og fáum mark allt of snemma á okkur. Eftir það var þetta barningur, völlurinn erfiður til að skapa eitthvað og mikið um seinni bolta og návígi. En við fengum 1-2 fína sénsa til að ná að setja annað markið en það féll ekki fyrir okkur,“ sagði Sverrir Ingi. Klippa: Sverrir Ingi eftir Lúxemborgarleikinn En hvað gerðist í markinu sem gestirnir skoruðu? „Þeir fara hærra á okkur, við erum yfir, og setja okkur undir pressu. Við þurfum að spila svolítið annan leik, lendum svolítið undir og þeir koma hlaupandi á okkur. Það gerðist í markinu sem þeir skoruðu. En fyrir utan það sköpuðu þeir sér engin færi, fyrir utan í restina. Þetta var ódýrt mark að fá á sig, mikil vonbrigði og dró svolítið úr okkur.“ Sverrir og félagar þurfa nú að búa sig undir leik við Liechtenstein á mánudagskvöld en þar er að litlu að keppa fyrir Ísland þar sem möguleikinn á að komast beint á EM er úr sögunni. „Við þurfum að nýta þann leik vel. Það var margt gott í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta var svipað og í Slóvakíuleiknum í sumar, þar sem við áttum mjög góðan fyrri hálfleik en náðum ekki að tengja tvo hálfleiki saman. Við þurfum að gera það á mánudaginn. Við sáum að þegar við spilum eins og í fyrri hálfleik þá erum við hörkufótboltalið, sköpuðum mikið af færum og hefðum átt að ganga frá leiknum á því mómenti,“ sagði Sverrir. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Orri Steinn: Blendnar tilfinningar eftir þennan leik Orri Steinn Óskarsson opnaði markareikning sinn fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta þegar hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg í leik liðanna í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. 13. október 2023 21:21 Einkunnir Íslands: Orri Steinn bestur Ísland tók á móti Lúxemborg í áttundu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli. Ísland var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var yfir í hálfleik með marki frá Orra Steini Óskarssyni. 13. október 2023 21:13 Gylfi Þór: Yndislegt að snúa aftur á Laugardalsvöll Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði jafntefli gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. Gylfi Þór sagði tilfinninguna að spila aftur á Laugardalsvellinum yndislega. 13. október 2023 20:51 Umræða um landsleikinn á Twitter | Orri Steinn er nýr Kolbeinn Sigþórs Íslenskir fótboltaáhugamenn eru að ræða frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter. 13. október 2023 19:36 Umfjöllun: Ísland - Lúxemborg 1-1 | Sár vonbrigði í endurkomu Gylfa Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli í kvöld. Þar með er vonin um að komast beint á EM úr undankeppninni algjörlega úr sögunni. 13. október 2023 21:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Sjá meira
Ísland var 1-0 yfir í hálfleik en fékk á sig jöfnunarmark strax í upphafi seinni hálfleiksins. „Við áttum mjög góðan fyrri hálfleik, náðum að fara hátt á þá, pressa þá og nota svolítið vindinn. Við fengum að minnsta kosti þrjú góð færi til að koma okkur í mjög góða stöðu í fyrri hálfleik. En við komum svolítið sofandi í byrjun seinni hálfleiks og fáum mark allt of snemma á okkur. Eftir það var þetta barningur, völlurinn erfiður til að skapa eitthvað og mikið um seinni bolta og návígi. En við fengum 1-2 fína sénsa til að ná að setja annað markið en það féll ekki fyrir okkur,“ sagði Sverrir Ingi. Klippa: Sverrir Ingi eftir Lúxemborgarleikinn En hvað gerðist í markinu sem gestirnir skoruðu? „Þeir fara hærra á okkur, við erum yfir, og setja okkur undir pressu. Við þurfum að spila svolítið annan leik, lendum svolítið undir og þeir koma hlaupandi á okkur. Það gerðist í markinu sem þeir skoruðu. En fyrir utan það sköpuðu þeir sér engin færi, fyrir utan í restina. Þetta var ódýrt mark að fá á sig, mikil vonbrigði og dró svolítið úr okkur.“ Sverrir og félagar þurfa nú að búa sig undir leik við Liechtenstein á mánudagskvöld en þar er að litlu að keppa fyrir Ísland þar sem möguleikinn á að komast beint á EM er úr sögunni. „Við þurfum að nýta þann leik vel. Það var margt gott í þessum leik, sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta var svipað og í Slóvakíuleiknum í sumar, þar sem við áttum mjög góðan fyrri hálfleik en náðum ekki að tengja tvo hálfleiki saman. Við þurfum að gera það á mánudaginn. Við sáum að þegar við spilum eins og í fyrri hálfleik þá erum við hörkufótboltalið, sköpuðum mikið af færum og hefðum átt að ganga frá leiknum á því mómenti,“ sagði Sverrir.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Orri Steinn: Blendnar tilfinningar eftir þennan leik Orri Steinn Óskarsson opnaði markareikning sinn fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta þegar hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg í leik liðanna í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. 13. október 2023 21:21 Einkunnir Íslands: Orri Steinn bestur Ísland tók á móti Lúxemborg í áttundu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli. Ísland var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var yfir í hálfleik með marki frá Orra Steini Óskarssyni. 13. október 2023 21:13 Gylfi Þór: Yndislegt að snúa aftur á Laugardalsvöll Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði jafntefli gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. Gylfi Þór sagði tilfinninguna að spila aftur á Laugardalsvellinum yndislega. 13. október 2023 20:51 Umræða um landsleikinn á Twitter | Orri Steinn er nýr Kolbeinn Sigþórs Íslenskir fótboltaáhugamenn eru að ræða frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter. 13. október 2023 19:36 Umfjöllun: Ísland - Lúxemborg 1-1 | Sár vonbrigði í endurkomu Gylfa Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli í kvöld. Þar með er vonin um að komast beint á EM úr undankeppninni algjörlega úr sögunni. 13. október 2023 21:30 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Frank Mill er látinn Fótbolti Fleiri fréttir Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Sjá meira
Orri Steinn: Blendnar tilfinningar eftir þennan leik Orri Steinn Óskarsson opnaði markareikning sinn fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta þegar hann skoraði mark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg í leik liðanna í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. 13. október 2023 21:21
Einkunnir Íslands: Orri Steinn bestur Ísland tók á móti Lúxemborg í áttundu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli. Ísland var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var yfir í hálfleik með marki frá Orra Steini Óskarssyni. 13. október 2023 21:13
Gylfi Þór: Yndislegt að snúa aftur á Laugardalsvöll Gylfi Þór Sigurðsson spilaði sinn fyrsta landsleik í tæp þrjú ár þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði jafntefli gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvellinum í kvöld. Gylfi Þór sagði tilfinninguna að spila aftur á Laugardalsvellinum yndislega. 13. október 2023 20:51
Umræða um landsleikinn á Twitter | Orri Steinn er nýr Kolbeinn Sigþórs Íslenskir fótboltaáhugamenn eru að ræða frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á samfélagsmiðlinum X-inu, áður Twitter. 13. október 2023 19:36
Umfjöllun: Ísland - Lúxemborg 1-1 | Sár vonbrigði í endurkomu Gylfa Íslenska karlalandsliðið í fótbolta varð að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Lúxemborg á Laugardalsvelli í kvöld. Þar með er vonin um að komast beint á EM úr undankeppninni algjörlega úr sögunni. 13. október 2023 21:30