Erlent

Þykjast vera dauðar til að losna við kyn­líf

Bjarki Sigurðsson skrifar
Um er að ræða eina algengustu froskategund heims.
Um er að ræða eina algengustu froskategund heims. Getty

Kvenkyns norrænir froskar nýta sér nokkrar leiðir til að komast hjá óumbeðnu kynlífi við karldýr sömu tegundar. Þykjast þau vera karlkyns, troða sér í burtu eða þykjast vera dauð.

Þetta kemur fram í rannsókn sem birt hefur verið í breska tímaritinu Royal Society Open Science. 

Flestar froskategundir skiptast í tvo flokka þegar kemur að því að makast. Oftast er það þannig að karldýrið stendur kjurt, gefur frá sér mökunarkall og bíður eftir því að kvendýrin mæti. Norræni froskurinn, sem finnst um alla Norður-Evrópu, nema á Íslandi, er þó í hinum flokknum. 

Þegar mökunartímabilið er í gangi leita karldýrin af kvendýrum og reyna að eiga mök við eins mörg þeirra og þeir geta. Stundum eiga nokkur karldýr það til að safnast saman ofan á eitt kvendýr. Getur það leitt til þess að kvendýrið slasist alvarlega eða deyi.

Hefur það lengi verið talið að kvendýrin geti lítið gert til þess að koma í veg fyrir óumbeðið kynlíf. Rannsókn þessi þykir þó afsanna það og sýna fram á hin ýmsu vopn sem froskarnir hafa þróað með sér. 

Þegar kvendýrin hafa ekki áhuga á því að makast geta þau breitt úr sér og stífnað upp, til þess að láta það líta út fyrir að þau séu dauð.

Algengt er að karldýr stökkvi ofan á annað karldýr þegar það telur sig hafa sé kvendýr. Til þess að koma í veg fyrir frekari misskilning gefa karldýrin frá sér ákveðið hljóð til þess að losna við annan karl af bakinu, svo kallað „losunarhljóð“. Hafa kvendýrin tekið eftir þessu og byrjað að herma eftir því hljóði til að losna við karldýrin. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×